Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 16
14 SVEITARSTJ ÓRNARM ÁL Gjöidin séu Bezt væri að gjöldin væru álögð greidd af tekj- 0g greidd að sem mestu leyti og þeirra er lafnoðum og unmð er fyrir afiað. þeim tekjum, sem þau eru lögð á. Losnuðu menn þá að mestu við hin óþægi- legu eftirkaup við hið opinbera, eða hið op- inbera við gjaldenduma, ef rnenn vilja held- ur orða það þannig. En gjaldendumir vissu betur, hvað þeir mættu bjóða sér í peninga- legu tilliti. Bæjarfélögin hafa að vísu farið inn á þessa braut að nokkru leyti með fvrir- framgreiðslum upp í útsvör. Það er að sönnu til nokkurra bóta, en nær þó of skammt. Þetta fyrirkomulag, sem hér hefir verið vikið að um álagningu og innheimtu opin- berra gjalda, þ. e. að leggja á í einu lagi gjöld bæði til ríkis og bæja- og sveitarfélaga og innheimta þau jafnóðum og unnið er fyrir þeim tekjum, sem þau eru lögð á, er ekki neitt nýtt eða óþekkt. Það hefur verið gert t. d. í Svíþjóð síðan 1946 og sums staðar ann- ars staðar lengur. Hér mun þetta fyrirkomu- lag hafa komið til umræðu í milliþinganefnd í skattamálum, en litlar líkur munu þó vera taldar til þess, að inn á þessa braut verði far- ið fyrst um sinn. Þetta fvrirkomulag er í stuttu máli þannig: Vinnuveitendur halda eftir af kaupi verka- fólks og starfsmanna tiltekinni % af kaup- inu, mismunandi hárri eftir því, hvað hver og einn er tekjuhár og hefur fyrir mörgum að sjá. Innheimtustofnun ríkisins leggur til töflur, sem farið er eftir, þegar ákveðið er, hve miklu á að halda eftir af kaupi hvers og eins eftir ástæðum. Vinnuveitandinn stendur svo innheimtustofnuninni skil á þvi, sem hann hefur þannig innheimt á ákveðn- um tímum nokkrum sinnum á ári (í Svíþjóð 6 sinnum á ári). Að sjálfsögðu verða gjaldþegnar að telja fram þrátt fvrir þetta og kemur þá í ljós, hvort þeir eru búnir að greiða of mikið eða of lítið. Ef á vantar, greiðist það í árslok, og ef umfram hefur verið greitt, endurgreiðist það eða gengur upp í gjöld næsta árs. Þetta er vitanlega óhjákvæmilegt, þar sem stað- greiðsluskatturinn, eins og ef til vill mætti kalla það, sem jafnóðum er greitt, er byggður á áætlun. Ég veit að sönnu ekki, hvað réttast væri að nefna slíkt greiðslufyrirkomulag. Svíar kalla það „skatt ved kállan“. Mér finnst það lýsa vel því, sem um er að ræða, þ. e. skatturinn er tekinn beint úr uppsprettunni sjálfri, við upptökin. Skattamir eru það lífsins vatn, sem þjóðfélagið nærist á. Finnst mér, að þess- ari aðferð á innheimtunni og þeirri, sem við eigum við að búa, mætti líkja við t\'ö bæjar- félög, sem leiða til sín vatn. Annað þeirra tekur vatnið beint úr uppsprettunni sjálfri, við upptökin, en liitt tínir saman sinn seytil- inn úr hverri seyrunni, eftir að uppsprettan hefur dreift sér út um allar jarðir. Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum verður þessi: Færa þarf saman ýmsa liði opinbena gjalda og spara með því vinnu við álagn- ingu og innheimtu. Heppilegast er að legg/a á í ein u lagi bæði tekjuslcatt og útsvar og innheimta í einu Iagi öll opinber gjöld. Bezt væri að gjöldin væru innheimt /afnóðum og unnið er fyrir þeim tekj- um, sem þau eru lögð á, að svo miklu leyti sem frekast er unnt. Mér er Ijóst, að mikið verk og vandi er að koma á slíkri breytingu, sem hér hefir verið ymprað á, og einhverja ókosti kvnni það að hafa í för með sér. Óhjákvæmilegt myndi vera að fella niður skatta af tekjum eins árs, því óhugsandi er að láta menn greiða á fyrsta ári eftir að breytingin kæmi til fram- kvæmda einnig skatta af tekjum næsta árs á undan. Þetta virðist þó, að ætti ekki að koma að sök, þar sem eftir brevtinguna myndu skattamir fyrir árið að mestu komnir Alyktunarorð. 1. 2. 3■

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.