Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 ísafjarðarsýsla .... 3891 3884 5°4i Strandasýsla .... 194° J945 2082 Húnavatnssýsla . . 364r 35°° 367j Skagafjarðarsýsla . . 2668 2722 3941 Eyjafjarðarsýsla . . 4466 4394 536° Þingeyjarsýsla .... 4541 575° 5986 Norður-Múlasýsla .. 2418 2412 2670 Suður-Múlasýsla . . 4203 4151 4297 Austur-Skaftafellss. 1143 H39 1146 Vestur-Skaftafellss. M47 1466 1579 Rangárvallasýsla . . 3004 2962 3292 Árnessvsla 5758 55°6 5238 Samtals 56o73 56207 Ó27Í4 Á öllu landinu 144263 I4IO42 l21474 Við ársmanntalið 1949 var mannfjöldinn á öllu landinu talinn 141042. Miðað við bráðabirgðatölu heimilismannfjöldans við manntalið 1. des. 1950 hefurhann samkvæmt því vaxið um 3221 manns eða um 2.3% síð- astliðið ár. Er það heldur meira en búast mátti við eftir tölu fæddra og dáinna síðastl ár, og gæti það bent til þess, að eitthvað af fólki hefði komið í leitimar við aðalmanntal- ið, sem ekki hafi verið á ársmanntali, en hæp- ið er þó að fullyrða nokkuð um það ennþá. Á síðastliðnum 10 árum, eða síðan næsta aðalmanntal á undan fór fram, hefur mann- fjöldinn samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu vaxið um 22789 manns eða um 18.7%. Sam- svarar það því, að árleg fjölgun hafi verið að meðaltali 1.74% þessi 10 ár. Er það töluvert meiri mannfjölgun en verið hefur hér á nokkrum undanförnum áratug síðan skýrslur um það hófust. Mest fjölgun áður var á áratugnum 1920—1930, 1.4%, en 1930—1940 var hún aðeins rúml. 1%, og tæplega 1% á áratugunum fyrir og eftir aldamótin (1890— 1910). Öll fjölgun landsmanna á þessum 10 árum hefur lent í kaupstöðunum, og heldur meira, því að í sýslunum hefur orðið nokkur mann- fækkun á þessu tímabili (um 750 manns), þegar kaupstaðimir 5, sem fengið hafa kaup- staðarréttindi síðan 1940, eru ekki taldir með sýslunum 1940. í öllum sýslum, nema Gull- bringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu, hefur fólkinu fækkað síðasta áratuginn um nál. 3950 manns. Langmest hefur fækkunin orðið í ísafjarðarsýslu, um 1150 manns eða um framundir lA af sýslubúum 1940 (23%). í 3 öðrum sýslum hefur fækkunin numið meira en 0? í Dalasýslu (15%), Barðastrandar- sýslu (11%) og Skagafjarðarsýslu (10%). Minnst hefur fækkunin orðið í Austur-Skafta- fellssýslu, þar sem heita má, að mannfjöld- inn hafi alveg staðið í stað, og í Húnavatns- sýslu (fækkun minni en 1%). í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Ámessýslu hefur hins veg- ar fólki fjölgað á síðustu 10 árum um nál. 3200 manns. í Ámessýslu nemur þó fjölgun- in (620 manns) ekki nema rúml. helmingn- um af fjölguninni í kauptúnunum í sýslunni, svo að íbúum sýslunnar utan kauptúnanna hefur fækkað. í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur fjölgunin orðið langmest (um 2574 manns), en meira en helmingur hennar hefur komið á þorpin Kópavog, Sandgerði og Grindavík. í Reykjavík hefur fólki fjölgað á síðastliðn- um áratug um 17900 manns eða um 47%, en í hinum kaupstöðunum 12 hefur fjölgun- in orðið 5640 manns eða 21%. En mjög hef- ur hún komið misjafnlega niður á kaupstað- ina, svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti. Mannfjölgun 1940- —!95° Hafnarfjörður 1379 manns eða 37 % Keflavík i°45 — — 78 — Akranes 747 — — 41 — ísafjörður 7 — 4- - O Sauðárkrókur 53 — — 4 — Siglufjörður 168 — — 6 — Ólafsfjörður 2i8 — — 29 — Akurevri 2579 — — 28 — Ilúsavík 2 77 — — 28 — Seyðisfjörður ^ 239 • — —- -f- 25 — Neskaupstaður 208 ' ig — Vestmannaeyjar 112 — — 3 — Samtals 564° manns eða 21 %

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.