Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1951, Blaðsíða 26
24 SVEITARST J ÓRNARMÁL MINNISLISTI fyrir sveitarstjórnarmenn. 1. Svarið bréfi félagsmálaráðuneytis- ins varðandi frv. til l. um ö r - yrkjahæli fyrir 1. júlí 1951. Berist ekki svar fyrir þann tima, mun ráðuneytið líta svo á, að sveit- arstjórnirnar séu samþykkar frv. í öllum aðalatriðum eins og það nú liggur fyrir. 2. Eignakönnunarskattur- inn samkv. II. kafla l. um eigna- könnun, nr. 67 frá 1947, skal, að frádreginni 1 millj. kr. af kostnaði við framkvæmd laganna, renna að hálfu í ríkissjóð og að hálfu í hlut- aðeigandi bæjar- eða sveitarsjóð, sbr. I. nr. 25/1951. 3. Laun fastra kennara við b arna- skóla greiðast úr ríkissjóði. Sé tala fastra kennara lægri en heimilt er að hún sé samkv. barnafjölda eða öðrum reglum, þá ber ríkinu að greiða styrk vegna stundakennslu í hlutfalli við þann barnafjölda, sem umfram er. Við heimavistarskóla greiðir ríkissjóður einnig laun ráðskonu svo og við heimangöngu- skóla borgun til bifreiðarstjóra skólabifreiðar, meðan skóli starfar, eftir úrskurði fræðslumálastjórnar. Annan kostnað við skólahaldið greiðir sveitarsjóður, en ríkissjóð- ur endurgreiðir f j órð a hluta hans að fengnum skýrslum um full- nægjandi skólaháld samkv. settum reglum og fyrirmælum, sbr. I. 34/1946. Dragið ekki að útfylla og senda skýrslur um kostnað við skólaháld í sveitarfélaginu. 4. Laun fastra kennara við g a g n - fræðaskóla greiðast úr ríkis- sjóði. Ríkissjóður greiðir og styrk til stundakennslu hlutfallslega fyrir þá nemendur, sem umfram eru þá tölu, sem ætluð eru föstum kennur- um. Annan rekstrarkostnað greiðir hlutaðeigandi sveitarsjóður að hálfu en ríkissjóður hinn helming- in, sbr. I. 48/1946. 5. Skýrslur yfir framfærslu- k o stnað í kauystöðum og hrepp- um fyrir umliðið ár ber að senda félagsmálaráðuneytinu fyrir 1 . j úní ár hvert. Útfyllið skýrsluna og sendið. 6. Árgjald til Sambands ísl. sveitar- félaga er kr. 0,50 af hverjum íbúa sveitarfélagsins, miðað við manntal síðasta árs. Sendið gjaldið við fyrsta tæki- færi. 7. Sveitarstjórnarmál kosta nú kr. 30,00 árgangurinn. Greiðið póst- kröfuna um leið og hún berst ykk- ur í liendur. 8. Skrifstofa Sambands ísl. sveitar- félaga, að Klapparstíg 26, Reykja- vík, pósthólf 1079, sími 80350, ann- ast ýmis konar erindisrekstur fyrir sveitarfélög þau, sem í samband- inu eru; veitir upplýsingar og leið- beiningir um sveitarstjórnarmál; sér um prentun skjala og skilríkja; innheimtir útsvör og fylgist með gangi mála hjá stjórnarráðinu eða öðrum aðilum, ef þess er óskað og stuðlar að framgangi þeirra eftir beztu getu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.