Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 7
SVEITARST J ÓRNARMÁL 5 V estmannaeyjahöfn. VÉLSMÍÐAR. Þegar vélbátarnir tóku að flytjast til Eyja, kom í Ijós, að þar var enginn maður, sem hafði þekkingu á vélunum og gat annazt leiðbeiningar urn meðferð þeirra og viðgerðir á þeim. Tók þá Gísli J. Johnsen útgerðar- maður og kaupmaður sig fram um það, að láta sérstakan mann sigla til þess að kynna sér meðferð bátavéla og læra vélaviðgerðir. Til þessa náms valdi Gísli Matthías Finn- bogason frá Presthúsum í Mýrdal. Hann lærði hjá mótorverksmiðjunni Dan í Kaup- mannahöfn, og vann hann þar um 18 mánaða skeið við smíði og viðgerðir á mótorvélum. Að námi loknu kom Matthías heim og hóf þá vélaviðgerðir í Eyjum. Hann varð þannig brautryðjandi í þessari iðngrein þar. Véla- verkstæði sitt rak Matthías í 6 ár. Þá hætti hann þeim atvinnurekstri, 1913. Árið 1911 stofnuðu 72 Eyjamenn, flest útgerðarmenn, hlutafélag um vélsmiðjurekst- ur og kölluðu Vélsmiðjufélag Vestmanna- evja. Það tók til starfa 1912. Vélsmíðameist- ari fyrirtækisins var Jóhann Hansson frá Seyðisfirði. Það byggði verkstæðishús í svo kallaðri Sildingafjöm vestan við Básasker. Hlutaféð nam 5000 kr. Um líkt leyti og Smiðjufélagið var stofnað, stofnaði Gísli J. Johnsen annað vélaverkstæði í félagi við danskan vélsmíðameistara, Th. Thomsen að nafni. Sú vélsmiðja var byggð við Urðaveg. Síðan varð Thomsen einn eig- andi þessarar vélsmiðju, og rak hana til árs- ins 1930. Þá tók ungur vélsmiður, Þorsteinn Steinsson hana á leigu í tvö ár. Að þeim árum liðnum, keypti Þorsteinn vélsmiðjuna og rekur hana enn á sama stað. Þar vinna að jafnaði 8—10 menn. Árið 1918 lauk ungur maður, Guðjón Jóns- son frá Seljavöllum undir Eyjafjöllum, vél- smíðanámi hjá Th. Tliomsen. Eftir það dvaldi Guðjón eitt ár í Danmörku við fram- haldsnám í vélsmíði. Árið 1921 tók Guðjón á leigu vélsmiðju Smiðjufélagsins og rak hann hana á eigin nafni til ársins 1933. Árið 1926 stofnuðu tveir aðrir vélsmíða- meistarar nýja vélsmiðju. Það var vélsmiðjan Ólafur og Óskar, eigendur Ólafur St. Ólafs- son og Óskar Sigurhansson. Árið 1933 sameinuðu þessir þrír menn vél- smiðjur sínar í eitt vélsmiðjufélag, Vélsmiðj- una Magna h/f, sem starfar enn, þar sem Smiðjufélagið rak smiðju sína upprunalega. Vélsmiðjuna Magna eiga nú fimm vélsmíða- meistarar. Hún hefur aukið húskost sinn með byggingu stórhýsis við Strandveg. Þar vinna að jafnaði 30—40 menn árið um kring. Á fyrri stríðsárunum settist einn vélsmið-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.