Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 9
SVEITARST J ÓRNARMÁL 7 Sláttm í Kiikjubæ. Bærinn sézt til hægri á myndinni. tíð. Áburðarhirðing var til fyrirmyndar. Búnaðarfélag Vestmannaeyja undir ötulli forustu Guðmundar Sigurðssonar, verkstjóra að Heiðardal, Páls Bjamasonar, skólastjóra og Þorbjöms Guðjónssonar bónda að Kirkju- bæ var aflið í þessum átökum og athöfnum. Það orkaði á dugnað og framtak Eyjabúa svo að um munaði. Einnig átti bæjarfógetinn, Kristján Linnet, umboðsmaður ríkisins, drjúgan þátt í framkvæmdum. Hann rnætti þar Eyjabúum miðra garða með velvild og áhuga, en ríkið á allt land í Eyjum, á all- ar Evjamar. Eftir 10—12 ára ræktunarframkvæmdir náði heyfengur Eyjabúa 12—13 þúsund hest- burðum, hafði þrefaldazt. Kúafjöldi tvö- faldaðist í Eyjum á þessum árum. Kýr urðu flestar um 360. Heykaup „af landi“ tóku nú enda. Þeir heyflutningar höfðu ávallt verið miklum erfiðleikum háðir, þar sem þurfti að sækja að hafnlausri suðurströnd lands- ins, enda hlotizt stundum manntjón af. Lík- lega má fullvrða, að þessir erfiðu heyflutn- ingar hafi hvatt Eyjabúa til aukinna rækt- unarframkvæmda. Á árunum 1929—1939 voru jarðræktar- menn í Eyjum jafnan 60—100 og þar yfir. Ef athugaðar eru jarðabótaskýrslur Búnaðar- félags íslands frá þessum árum, kemur í ljós, að sum árin vinnur hver jarðabótamaður í Eyjum fleiri dagsverk en annars staðar á sér stað í landinu. Flest árin eru þeir fjórði og fimmti um þær framkvæmdir. Á árunum 1923—1940 var þetta unnið að jarðabótum í Vestmannaeyjum m. a.: Steyptar safnþrær og haughús: 5759,32 rúmmetrar. Nýrækt túna: 1778500 fermetrar, eða um 178 ha. Endurbætur á gömlum túnum (túnrækt) 46961 fermetrar. Matjurtagarðar: 188877 fermetrar. Grjótnám: 30247 rúmmetrar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.