Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 16
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL KARL IvRISTJÁNSSON, alþingismaður: Framkvæmdarstjórn sveitarfélaga, Nokkur orð útaf tillögu frd fonnanni Sambands islenzkra sveitarfélaga. Á síðasta landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldið var að Þingvöllum í ágústmánuði fyrra ár, flutti Jónas Guð- mundsson, skrifstofustjóri, formaður sam- bandsins, eftirtektarvert erindi, er hann nefndi: „Framkvæmdarstjórn sveitarfélaga." Lagði hann í lok erindis síns fram tillögu til ályktunar í þrern liðum. Landsþingið tók ekki afstöðu til tillögunn- ar, en vísaði henni til stjómar og fulltrúa- ráðs sambandsins „til ýtarlegrar athugunar og meðferðar." Erindi formannsins var birt í Sveitarstjórn- armálum, i,—2. hefti 1951, bls. 34—39. Ekki er mér kunnugt, hvort stjóm sam- bandsins hefur rætt tillöguna, en fulltrúa- ráðið hefur enn ekki tekið hana til meðferð- ar. Það hefur ekki verið kvatt til fundar síð- an landsþingið var haldið. Ekki hef ég heldur orðið þess var, að sveit- arstjórnarmenn — eða aðrir — hafi gert tillög- una að opinberu umræðuefni. Ég vil nú minna á þessa tillögu og með fám orðurn lýsa afstöðu minni til hennar. Tillagan er áskorun til ríkisstjómarinnar um að hún láti fara fram ýtarlega rannsókn á þrem þýðingarmiklum atriðum varðandi framkvæmdastjóm íslenzkra sveitarfélaga. Fyrsti liður tillögunnar er: „Hvort ekki sé tímabært að stækka sveit- arfélög landsins með því að samræma þau þannig, að ekki sé undir 500 íbúum Karl Kristjánsson. í neinu sveitarfélagi, nema sérstakar land- fræðilegar ástæður liggi til“. Sú stefna hefur ríkt í landinu fram að þessu að skifta sveitarfélögum, smækka þau en ekki stækka. Mörg rök hníga að því, að rétt sé að hverfa frá þeirri stefnu. Fullkomn- ari póstgöngur, samgöngubætur, almenn not bifreiða, útbreiðsla síma eru framfarir, sem auðvelda mönnum að vera í stórum sveitar- félögum, þar sem staðhættir heyra ekki til undantekninga. Kostir stórra sveitarfélaga eru margir og mikilsverðir: Fyrst má nefna þau almennu

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.