Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 18
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti, sem verður til í flokkabaráttu við kosningar eða með flokkasambandi eftir kosningar, liefur skv. eðli málanna bæði rétt og skyldu til þess að velja sér framkvæmdar- stjóra (bæjarstjóra, sveitarstjóra eða oddvita). Þetta má ekki af honum taka. Það ruglaði öllu rími. Meirihlutinn fengi þá ekki fullkomna aðstöðu til þess að sanna hvað hann gæti bezt, ef hann mætti ekki ráða hvern hann hefði til þess að framkvæma stefnu sína. Hinsvegar fengi hann tækifæri til þess að afsaka getu- leysi og afglöp með því að kenna frarn- kvæmdarstjóra, sem hann bæri ekki ábyrgð á, urn það sem aflaga færi. Það er ekki til neins að hugsa sér fram- kvæmdarstjór'a sveitarfélaga eins og þæg, dauð, áhöld í hendi livaða meirihluta sem er. Og þeir mega heldur ekki vera öfugir ræðar- ar í því pólitíska straumfalli, sem hlutfalls- kosningarnar skapa hverju sinni. Þeir verða að stýra eftir stefnunni, sem meirihlutinn telur vera til þess fyrirheitna lands, sem hann hefur lofað í kosningabarátt- unni. Þeir eiga að vera menn meirihlutans hvert kjörtímabil og ráðnir af honum, nýir menn eða endurráðnir menn eftir atvikum, en ætíð ráðnir af þeim, sem ábyrgð bera í það sinn. Hugsum okkur „fastráðinn bæjarstjóra“, sem hefur „með skipunarbréfi eða ráðninga- sanmingi trs'ggt starf sitt, nema útaf beri í embættisfærslu“. Hver réði hann? Meirihluti, sem aðeins var við völd eitt kjörtímabil? Vel getur það verið. Hvenær getur sveitarfélagið skipt um bæjarstjóra? Þegar útaf ber í em- bættisfærslu. Hvað telst hjá þessari þjóð, að útaf beri í embættisfærslu? Þegar stolið er úr kassa, varla annað, ef það er þá nóg ástæða. Embættismenn ríkisins eru ráðnir á þenn- an hátt. Þeir eru fastráðnir til sjötugs, nema það embætti, sem þeir gegna sé lagt niður, eða „útaf beri í embættisfærslu". Það fólk, sem starfsmaður ríkisins á að veita þjónustu, situr með hann, hversu lé- lega sem hann þjónar, ef hann vill þar vera allt til sjötugs, gerist hann ekki glæpamað- ur, svo uppvíst sé. Þegar starfskerfi ríkisins vex um of, eins og á nýliðnum tíma, þá er þessi fastráðning mjög til fyrirstöðu um leiðréttingar. Og hún hefur annað í för með sér líka. Starfsmaður, senr veit sig fastan í sessi, ef hann aðeins lætur vera að brjóta hegningar- lögin, þarf ekki að vinna sér verðleika. Hann þarf ekki að keppa við neitt eða neinn til að halda starfi. Fyrirkomulagið brýnir ekki manndóminn til dáða. Það lýtur lögmálum kyrrstöðu, aftur- farar og rotnunar. Væri ekki giftusamlegra fyrir þjóðfélagið og starfsmennina sjálfa, að þeir rnættu búast við uppsögn á 5—10 ára fresti? Þegar ég hugsa um föstu starfsmennina og ríkið, dettur mér í hug sagan af fimmtu ferð Sindbaðs farmanns í Þúsund og einni nótt. Sindbað braut skip sitt við ey eina allstóra, en konlst á land. Hann fór að kanna eyna, kom að á nokkurri, hitti þar gamlan mann liruman og sakleysislegan, sem bað hann að bera sig yfir ána. Sindbað tók gamla mann- inn á herðar sér og bar hann yfir ána. Síðan ætlaði hann að setja karlinn niður. En þá var maðurinn ekki lengur hrumur, hélt sér fast með höndunr og fótum, lét Sindbað bera sig áfram nætur sem daga og tók hann kverkatökum, ef hann ætlaði að óhlýðnast. Þannig liðu tímar, fólinn sleppti aldrei tök- um, hvíldir voru naumar og Singbað ön’ænti. Loks datt þó Sindbað það ráð í hug að reyna að ginna kvalara sinn til þess að drekka vín úr hnetum. Það hreif, hann varð fullur, misti rnátt og sofnaði fast. Þannig losnaði Sindbað við byrði sína. Lélegir starfsmenn, fastráðnir, eru íslenzka ríkinu, eins og byrðin Sindbað.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.