Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 22
20 SVEITARST J ÓRNARMÁL greiddi hið fyrsta sinn hluta af stofnkostnaði skóla- bygginga og annarra álíka lögboðinna framlaga til sveitarfélaganna. 4) Fram hefði komið ábending um það, að eðli- legt væri að ríkið tæki á sig eða tryggingarfélögin kostnað af brunavörnum. Vegna skorts á upplýsingum um þessi efni mundi nefndin leggja til, að málinu vrði visað til stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga til at- hugunar og frekari undirbúnings. 5) Ábendingu um að gera allt landið að einu framfærsluumdæmi hefði ekki tekizt að gaumgæfa, sem skyldi, og væri því lagt til, að stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga væri falið að athuga málið. 6) Nefndin hefði talið rétt að mæla með þvi, að kostnaði vegna sjúkrahúsa væri létt af sveitar- félögunum og hefði í því máli verið kosin undimefnd, er leggja mundi fram tillögu um það efni. 7) Rætt Iiefði verið um tillögu, er fram hefði komið á síðasta Alþingi, en þá verið felld, er fól í sér heimild til handa Tryggingarstofnun ríkisins til að halda eftir tryggustu útsvörum sveitarfélaganna, ef vanskil yrðu hjá þeim um greiðslu tryggingargjalda. Litið hefði verið svo á í nefndinni, að slikt lagaboð ætti ekki rétt á sér og mundi væntanleg tillaga þar að lútandi. 8) Nefndin hefði verið ásátt um að þörf væri á, að sett yrði á stofn sérstök lánastofnun, er sérstak- lega hefði með höndum fyrirgreiðslu á lánum til handa sveitarfélögunum vegna frambúðarlána og rekstrarlána og mælti með því að tillaga í þá átt yrði samþykkt á fundinum. Að lokinni framsöguræðu tóku til máls: Ásgrímur Ilartmannsson, Erlendur Björnsson og Bjarni Þórðar- son. AFGREIDD MÁL: 1. Þá var tekið til afgreiðslu frv. til Jaga um Iög- reglumenn og var það samþykkt í einu hljóði. Frv. er prentað hér á eftir. 2. Samþykkt var að fela stjórn Samb. ísl. sveitar- félaga að láta athuga hvort tiltækilegt væri, að gera landið að einu framfærsluumdæmi einkum að því er snerti greiðslu barnameðlaga og í því sambandi falið að stuðla að þvi, að Trygginga- stofnun ríkisins greiddi fullt vistg/ald með öldruðu fólki, er dveldi á elliheimilum. Skyldi um þetta samin greinargerð og gengið frá til- lögum. 3. Samþykkt var tillaga nefndarinnar um að fela stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga að rannsaka, hvort ekki færi bezt á þvi, að ríkið eða tryggingar- félögin tækju við brunavörnum kaupstaðanna og hefðu af þeim allan kostnað. Athugað skyldi ennfremur og greitt fyrir því, að kaupstaðirnir fengju heimild til að semja við þau tryggingar- félög, er bezta samninga bvðu að því, er varðaði brunavarnir. Frckari umræðum og afgreiðslu á málum og til- lögum frá nefndinni var frestað að sinni. Aðalforseti tók nú við fundarstjórn og veitti orðið framsm. nefndar þeirrar, sem athuga skyldi um og gera tillögur varðandi tekjustofna sveitarfélaganna. Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri, hóf umræð- ur fyrir hönd nefndarinnar. Greindi frá þvi, að ótal- margt hefði verið tekið til meðferðar og umræðu á fundi nefndarinnar, en fyrst og frernst hefðu umræð- ur og athuganir beinst að tveimur atriðum, söluskatti og fasteignaskatti. Þó hefði fvrst verið rætt um það, livort leggja ætti til, að tekjuskatturinn, er nú rvnni til rikisins, skyldi ganga til sveitarfélaganna. Nefndin hefði þó orðið ásátt um að gera ekki tillögu i þessa átt að svo stöddu. Þessi tekjustofn væri nokkuð óviss en sveitarfélögunum væri þörf á tekjustofni, er væri helzt jafn hvernig sem áraði. Nefndin liefði því talið rétt að leggja til, að söluskatturinn skvldi renna til sveitarfélaganna að hálfu leyti og skiptast innbyrðis milli þeirra eftir sérstökum reglum. Söluskatturinn myndi að jafnaði vera um 60 millj. á ári og með þessu fengu sveitarfélögin um 30 millj. til skipta árlega, en það væri sú fjárhæð, sem að nokkru ætti að geta hætt úr fjárþörf þeirra. Þá gerði framsögum. glögga grein fyrir frv. til laga um hluta sveitarfélaga af söluskatti, sem nefndin hafði gengið frá og út- býtt var á fundinum. 1 frv. þessu væri við það miðað, að söluskatturinn skiptist að jöfnu milli ríkissjóðs og sveitarfélaga. Innbyrðis ætti skiptingin að vera sú, að Vs af söluskatti sveitarfélaganna skyldi renna til kaupstaðanna og kauptúna með 500 íbúa og þar vfir, en Vs kæmi í hlut annarra sveitarfélaga. Skiptingin innan hvers flokks skvldi vera þannig, að skipta skyldi eftir fólksfjölda eins og hann var samkv. manntali næst liðins árs. Greiðsla til sveitarfélaganna færi fram einu sinni á ári. Ennfremur skýrði frsm. frá þvi, að nefndin hefði nokkuð rætt um nauðsyn þess, að fasteignaskattur til sveitarfélaganna yrði hækkaður, en frá henni mundi þó ekki berast tillaga í þá átt en auðvelt væri f\TÍr fundinn að gera tillögur þar um, er mætti síðan vísa til nefndar til frekari athugunar. Að framsöguræðu lokinni tók Gunnar Thorodd- sen, borgarstjóri, til máls og ræddi nokkuð frv. um söluskatt. Taldi hann eðlilegt, að hluti kaupstaða og kauptúna af söluskattinum væri stærri en til annarra sveitarfélaga, þar sem fjárþörf þeina og útsvarsþungi

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.