Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 24
22 SVEITARST J ÓRNARMÁL afstöðu nefndarinnar til tillögunnar um tryggingar- stofnuna og útsvörin. Taldi, að nefndin væri tillög- inni efnislega samþykk en legði til, að henni yrði visað til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga með til- mælum um, að hún yrði á verði gegn lagasetningu i þessa átt, en tillagan hljóðaði svo: Tryggingarstofnunin og útsvörin. „Fundur bæjar- stjóra haldinn í Reykjavík, dagana 10.—13. okt. ^95^, lýsir ánægju sinni yfir því, að breytingartil- laga, flutt á siðasta Alþingi af meiri hluta heilbr.- og félagsmn. Ed., við frv. til 1. um breyt. á 1., nr. 50 frá 1946, unr almannatryggingar og viðauka við þau — var felld. Fundurinn telur með öllu óeðlilegt og óframkvæm- anlegt, að sveitarfélagi sé gert að skyldu að ávísa beztu og tryggustu útsvörunum til einstakra lánar- drottna. Fundurinn viðurkennir fullkomlega þýðingarmik- ið hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins, en telur þó ekki rétt að veita lrenni sérstök forréttindi fram yfir alla aðra viðskiptaaðila sveitarfélaga, enda kynni þetta að leiða til fullkomins greiðsluþrots sveitar- félagsins heima fyrir.“ Tillögunni var vísað til stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga með 7:1 atkv. Ríkisframlag til skólabygginga o. fl. Formaður allshn. lagði fram og gerði grein fyrir tillögu um þetta efni og var hún samþykkt með samhlj. atkv. Sjá: Álykanir IV. Rekstur og stofnkostnaður sjúkrahúsa. Formaður allshn. gerði grein fyrir þeim tillögum, sem nefndin hefði fengið til nreðferðar um þessi málefni, er hnigu í þá átt, að ríkissjóður greiddi allan lralla af rekstri sjúkrahúsanna og framlög hans til stofnkostnaðar þeirra hækkaði að mun. llm þetta mál urðu nokkrar umræður og tóku til máls auk frsm., Jón Guðjóns- son, Erlendur Björnsson og Ásgrimur Hartmannsson. Sveinn Finnsson gerði og grein fyrir tillögu, er fól í sér kröfur um að hlutur rikissjóðs i stofnkostn- aði spítalanna yrði hækkaður frá því, sem hann nú er ákveðinn. Tillaga allshn. og Sveins voru samþykkt- ar. Sjá: Álvktanir V. Þá voru teknar fyrir tillögur atvinnumálanefnd- ar. Frsm. hennar Jón Kjartansson hafði orð fyrir nefndinni. Til máls tóku: Ásgrímur Hartmannsson, Bjarni Þórðarson, Erlendur Björnsson og Jónas Guðmundsson. Umræðum var frestað og kosin fjögurra manna nefnd til að breyta tillögum atvinnumn. með tilliti til ábendinga, er fram höfðu komið. Kosnir voru: Jón Kjartansson, Erlendur Bjömsson, Ásgrímur Hart- mannsson og Jón Guðjónsson. Lánsstofnun sveitaifélaga. Jónas Guðmundsson flutti og gerði grein fyrir tillögu um þetta efni, er var samþykkt í einu lrljóði. Sjá: Ályktanir II. Söhiskattui til sveitaifélaganna. Jónas Guðmunds- son hafði framsögu, f. h. fjáröflunarnefndar, um frv. til 1. um hluta sveitarfélaga af söluskatti. Nefndin lagði til, að gerðar yrðu nokkrar breyt. á frv. Þar á meðal, að 5/e hlutar af söluskatti til sveitarfélaga skyldu koma í hlut kaupstaða og kauptúna miðað við 300 íbúa og fleiri en Ve hlutinn skyldi koma í hlut annarra sveitarfélaga og sýslusjóða. Ennfremur las frsnr. upp greinargerð um fjáihagsmál sveitarfélag- anna, sem fylgja ætti frv. sem ályktun fundarins. Til máls tóku auk frsm.: Steinn Steinsen, Erlend- ur Bjömsson og Friðfinnur Árnason. Til að samræma framkomin sjónarmið í máli þessu var fundi frestað um sinn og frv. og greinar- gerðinni vísað til 3. manna nefndar, er þannig var skipuð: Steinn Steinsen, Tómas Jónsson og Frið- finnur Ámason. Þá er fundarhléi lauk gerði Steinn Steinsen grein fyrir störfum nefndarinnar. Nefndin mælti með því, að greinargerðin um fjárhagsmál yrði samþykkt óbreytt en lagði til, að frv. yrði breytt í það horf, að skipting milli kaupstaða og kauptúna annars vegar og hreppa hins vegar yrði felld niður og 2. gr. um- orðuð með tilliti til þessa, og miðað við % tölu af útsvari. Til máls tóku: Jónas Guðmundsson, Erlend- ur Bjömsson, Ásgrímur Hartmannsson, Bjarni Þórð- arson og Friðfinnur Árnason. Ýmsar brtt. komu fram. Brtt. um að miða við 60% af útsvari var felld með 8:1 atkv. Brtt. um að miða við 50% af útsvari var felld með 9:3 atkv. Ákvæðið um 40% samþ. með 8:4 atkv. og breyting- artill. 3. manna nefndarinnar um nýja orðun á 2. gr. samþ. með 9:4 atkv. Breytingartill. komu fram frá Ásgrimi Hartmanns- syni varðandi 5. gr. en hún var felld með 9:4 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. En orðalagsbreyting er fram hafði komið var samþykkt . Frv. svo breytt, samþ. í einu hljóði og er prentað hér á eftir. Ályktunin um fjárhagsmál var samþykkt einróma. Sjá: Ályktanir I. Atvinnumál. Þá gerði Jón Kjartansson grein fyrir áliti og tillögum nefndar þeirra, sem falið hafði ver-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.