Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 28
26 SVEITARST J ÓRNARMÁL beygð til að láta skip sín sigla með afla sinn vegna fjárskorts í stað þess að leggja hann upp hér. 2. Hraðfrystihús eða fiskkaupmenn, sem kaupa aflann fái aukið lánsfé til kaupa og vinnslu hans. 3. í þeim kaupstöðum landsins, sem ekki er fyrir hendi fullnægjandi aðstaða til móttöku og hagnýtingar aflans í nægi- lega stórum stíl, verði hlutazt til um, að lánsstofnanir gefi sveitarfélögum, fé- lagssamtökum eða einstakhngum, sem taka að sér að leysa þessi mál, kost hag- stæðra lána. 4. Fundurinn telur óhjákvæmilegt, að leyfður sé innflutningur nauðsynlegra uppskipunartækja og hafnarsjóðum sé gert fært að eignast þau. 5. Gerðar verði ráðstafanir til þess að tryggja útgerðinni nauðsynjar sínar á sannvirði. 6. Ríkisstjórn og síldarútvegsnefnd hlutist til um að innlendu tunnuverksmiðj- urnar verði reknar í svo stórum stíl, að þær smiði allar þær síldartunnur, sem landið þarfnast á hverjum tíma. JV. Ríkisframlög til skólabygginga, hafnar- gerða og s/úkrahúsa. Bæjarstjórafundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjóm að hraða eftir því sem unnt er lögákveðnum greiðslum úr ríkissjóði til þeirra framkvæmda, sem bæjar- og hrepps- félögum ber að framkvæma, en ríkissjóði að styrkja, svo sem skólabyggingar, hafnargerðir, sjúkrahús o. fl. Fundurinn telur eðlilegast, ef slíkur byggingarstyrkur er ekki greiddur eftir því sein verki nriðar áfram eða þegar því er lokið, að sveitarstjóm eigi rétt á því, að ríkissjóður ábyrgist lán, sem svara til hins ógreidda lögákveðna styrks, sem ríkissjóði ber að leggja fram og gangi styrkurinn til greiðslu :á láninu jafnóðum og hann er greiddur úr ríkissjóði. Sanngjarnt er að vextir af slíkum lánum og kostnaður við lántökurnar teljist til stofnkostnaðar. V. Rekstur- og stofnkostnaður sjúkrahúsanna. Sjúkrahús kaupstaðanna eru rekin með miklum halla, sem stafar af því aðallega, að daggjöld eru þar miðuð við daggjöld á Lands- spítalanum, en þau daggjöld eru ákveðin af opinberum aðilum, og eru þau svo lág að Landsspítalinn er rekinn með miklum halla, en sá halli er greiddur úr ríkissjóði. Af þessurn ástæðum verður rekstur bæjarsjúkra- húsanna svo erfiður þeim, að þau fá ekki undir honum risið. Bæjarstjórafundurinn telur því að athuga beri nú þegar hvort ekki sé eðlilegast að ríkið, eða T'ryggingastofnun ríkisins, taki að sér rekstur allra sjúkrahúsa og elliheimila á land- inu. Þyki það ekki tiltækilegt, telur fundur- inn að nauðsyn beri til: 1. Að stofnframlag ríkissjóðs til sjúkrahús- bygginga hækki verulega frá því sem nú er, — og — 2. að veitt sé fé í fjárlögum til greiðslu á reksturshalla bæjarsjúkrahúsanna. VI. Öryrkjahæli. Bæjarstjórafundurinn lýsir sig samþykkan frumvarpi því um öryrkjahæli, sem félags- málaráðherra hefur ákveðið að leggja f\'rir yfirstandandi Alþingi, og væntir þess að það nái samþykki Alþingis, sem allra fyrst. VII. Nefndir. Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess, ásamt stjóm Sam- bands ísl. sveitarfélaga, að koma frumvörp- um þeim, sem fundurinn hefur samþykkt á framfæri við ríkisstjóm og Alþingi og flvtja aðrar samþykktir fundarins fyrir ríkisstjórn eftir því sem við á, og vinna á annan hátt

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.