Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 30
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL ir meiðsli og tjón, sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. n. gr. — Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga. Hann setur og reglur um réttindi og skyldur lögreglumanna. 12. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi, og falla þá jafnfrámt úr gildi lög um lögreglu- menn, nr. 50 12. febr. 1940, og önnur ákvæði laga, sem brjóta í bág við lög þessi. Frumvarp til laga um hluta sveitarfélaga af söluskatti. 1. gr. — Meðan innheimtur er söluskatt- ur til ríkissjóðs samkv. lögum nr. 100/1948, og síðari breytingum á þeim eða annar skatt- ur samsvarandi, skal hálfur skatturinn renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og skiptast þaðan milli bæjar- og hreppssjóða eftir þeim reglum, sem í lögum þessum segir. 2. gr. — Tekjum Jöfnunarsjóðs af sölu- skatti skal skipt milli bæjar- og lireppsfélaga eftir fólksfjölda, eins og hann var samkvæmt manntali næstliðins árs, þó þannig að ekkert bæjar- eða hreppsfélag fær meiri greiðslu en sem nemur 40% af álögðum útsvörum næsta árs á undan. 3. gr. — Nú falla ábyrgðarskuldbindingar á ríkissjóð vegna sveitarfélags, og er félags- málaráðherra þá heimilt að ákveða að hluti sveitarfélagsins af söluskattinum gangi til greiðslu á slíkum kröfum. 4. gr. — Ríkissjóður greiðir Jöfnunarsjóði Jiann hluta af söluskatti, sem honum ber, eigi síðar en einum mánuði eftir að inn- heimtumenn skattsins hafa gert fjármála- ráðuneytinu ársfjórðungsskil. Félagsmálaráðuneytið framkvæmir skipt- ingu fjárins milli sveitarfélaganna tvisvar á ári, 1. apríl og 1. október, og sér um að greiðslur þær, sem í 3. gr. getur séu inntar af hendi. 5. gr. — Af söluskatti ársins 1951 greiðir ríkissjóður 25 milljónir króna til Jöfnunar- sjóðs og skiptist sú fjárhæð samkvæmt regl- um 2. gr. laga þessara. Féð greiðist í einu lagi eigi síðar en 15. nóvember og skal félags- málaráðuneytið hafa lokið skiptingu þess eigi síðar en 1. desember 1951. 6. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. ★ Nefnd sú, er kosin var á bæjarstjórafund- inum til þess að koma ályktunum fundarins á framfæri við ríkisstjórn og Alþingi og stuðla á annan hátt að framgangi þeirra, gekk á fund forsætisráðh. 18. okt. s. 1., ásamt form. og framkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga. Nefnd- in gerði forsrh. glögga grein fyrir samþykkt- um, og tilmælum bæjarstjórafundarins og óskaði eftir, að hann flytti mál þessi fyrir ríkis- stjóminni í heild og lagði áherzlu á, að nauð- syn bæri til, að ríkisstjómin sýndi samjiykkt- um fundarins fullan skilning og mjög yrði erfitt um samningu fjárhagsáætlana kaupstað- anna, ef ekki væri þegar gerðar ráðstafanir til að bæta úr fjárhagsvandræðum og atvinnu- málum þar. Forsætisráðherrann kvaðst mundu bera málið undir samráðherra sína en gaf engin bindandi loforð um undirtektir ríkisstjórn- arinnar og taldi að liluti af söluskatti ársins 1951 mundi ekki geta komið til úthlutunnar. Fáum dögum síðar gengu sömu aðilar á fund fjárveitinganefndar Alþingis og lögðu fram og skýrðu ályktanir fundarins og hétu á nefndina til stuðnings málum bæjarstjór- anna.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.