Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 33
SVEITARST J ÓRNARMÁL 31 á að skipa, þar sem listinn kom ekki að nema einum aðalmanni". Þá segir oddvitinn, að S.A. hafi engu að síð- ur verið boðið að sitja fundinn og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt. Fyrrgreinda ályktun hreppsnefndarinnar um varamann B-listans kveður oddvitinn hafa stoð í 3. gr. laga um sveitarstjómarkosning- ar, nr. 81 23. júní 1936 svo og 144 gr. laga nr. 18 frá 25. jan. 1934, um kosningar til Alþing- is, enda verði ekki annað séð af lögum þess- um en því sé slegið föstu, að aðeins skulu teljast jafnmargir varamenn og aðalmenn eru af hverjum lista. Á þessa skoðun verður ekki fallizt. Með lögum nr. 18 15. maí 1942 var 33. gr. laga nr. 81/1936 breytt í það horf, sem hún nú er í, en þar segir í 1. mgr.: „Hver framboðslisti, sem hlotið hefur bæj- arfulltrúa eða hreppsnefndarmenn kosna hlutbundum kosningum, hefur rétt til vara- manna, og skulu frambjóðendur á lista, þeir er ekki ná kosningu vera varamenn'. Af ákvæði þessu má ljóst verða, að fyrr- greind ályktun hreppsnefndarinnar um, að hver framboðslisti hafi jafnmarga varamenn og hann hefur fengið aðalmenn kosna, hefur eigi stoð í gildandi lögum. Síðan segir í 2. mgr. sömu greinar: „Varamenn taka sæti í bæjarstjóm eða hreppsnefnd í þeirri röð, sem þeir eru kosnir, þegar bæjarfulltrúar eða heppsnefndarmenn þess lista, sem þeir eru kosnir á falla frá, flytj- ast burtu eða forfallast á annan hátt frá að eiga sæti í bæjarstjóm eða hreppsnefnd“. Af þessari málsgrein má sjá, að lögin gera ráð fyrir því, að varamenn taki sæti í hrepps- nefnd í þeirri röð, sem þeir em kosnir, þeg- ar hreppsnefndarmenn þess lista, sem þeir eru kosnir á forfallast um lengri tíma frá að starfa í hreppsnefnd, og verða þeir aðalfull- trúar í þeirri röð, sem þeir náðu kosningu, ef hinn kjömi aðalfulltrúi fellur frá eða forfall- ast fyrir fullt og allt frá störfum. Loks segir í 5. mgr. sömu greinar: „Ef bæjarfulltrúi eða hreppsnefndarmaður forfallast um stundarsakir vegna veikinda eða annars, á hann rétt á að láta varamann taka sæti sitt á meðan.“ Verður ákvæði þetta ekki skilið á annan veg en þann, að hreppsnefndarmanni eða bæjar- fulltrúa sé heimilt að fela einhverjum þeim varamanni listans, sem hann nær til og ekki hefur forföll, að mæta fyrir sig ef hann er sjálfur forfallaður aðeins um stundarsakir. Af framansögðu er ljóst: 1. Allir frambjóðendur á B-lista, við síð- ustu hreppsnefndarkosningar í B-hreppi, þeir er ekki náðu kosningu, eru varamenn þess eina frambjóðanda, er listinn fékk kjörinn. 2. Að varamenn taka sæti í hreppsnefnd í þeirri röð, sem þeir eru á framboðslistanum að kosningu lokinni, þegar hreppsnefndar- menn forfallast frá að mæta á hreppsnefndar- fundum. Sé það rétt en um það virðist enginn ágreiningur, að hvorki Th.K., aðalmaður B- listans í hreppsnefnd B-hrepps, né heldur tveir efstu varamenn listans, hafi getað mætt á boðuðum heppsnefndarfundi 11. apríl s. 1., og að Th. K. hafi tilkvnnt oddvita þau for- föll áður en fundur hófst og jafnframt, að þriðji maður listans, S.A., mundi mæta á fundinum, þá er ljóst, að honum varð ekki að réttum lögum varnað fundarseta sem full- gildum hreppsnefndarmanni. Ráðuneytið lítur svo á, að ólögmætt hafi verið hjá meiri hluta hreppsnefndar B- hrepps að neita umræddum S.A. um að taka sæti Th.H. á hreppsnefndarfundinum 11. apríl s. 1. af þeirri ástæðu, að listinn hefði aðeins einum varamanni á að skipa. (Bréf 12. júlí 1951).

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.