Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1951, Blaðsíða 34
32 SVEITARST J ÓRNARMÁL Athugun á rekstri bæjarsjóða og bæjarstofnana. Með bréfi, dags. 2. nóv., hefur félagsmála- ráðuneytið lagt fyrir bæjarstjómir allra kaup- staða landsins að láta í nóvembermánuði framkvæma athugun á rekstri bæjarsjóða og bæjarstofnana með það fyrir augurn að draga úr útgjöldum við reksturinn svo sem fært þykir. Ráðuneytið leggur til, að athugun þessi verði framkvæmd með þeim hætti, að bæjar- ráð eða fjárhagsnefnd hvers kaupstaðar velji þrjá menn, er staðgóða þekkingu hafi á mál- efnum kaupstaðarins, í nefnd til þess að hafa athugunina á hendi. Nefnd þessi skal afla sér upplýsinga um rekstur bæjarsjóðs, stofn- ana hans og fvrirtækja, ræða við forstjóra og stjórnir fyrirtækjanna og gera að því búnu tillögur til stofnana sjálfra og bæjarráðs og fastanefnda bæjarins um sparnað í rekstri, eða breytingar og umbætur, sem nefndin telur rétt að reyndar verði til spamaðar. Fyrirsvars- •menn bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja skulu, innan tiltekins frests, svara nefndinni og tjá sig urn hvað þeir telja framkvæmanlegt af tillögum hennar eða hverjar gagntillögur þeir vilja gera. Það, sem stefna veri að, sé alhliða sparn- aður í starfsmannahaldi, skrifstofukostnaði og bifreiðanotkun, húsnæði fyrir skrifstofur eða aðra starfsemi, samfærsla á skyldum stofn- unum og störfum og sérhvað annað, er hefur í för með sér beinan eða óbeinan sparnað á fé fyrirtækjanna eða bæjarsjóðanna. í bréfinu ■er og framtekið um frekari athugun, er nefnd- in skuli gera, t. d. um lækkun á kostnaði við framkvæmd stærri verkefna bæjarins, um framfærslukerfið og tryggingarmál. Þegar nefndin hefur lokið störfum ber henni að skila bæjarstjórn álitsgerð og tillög- um. Bæjarstjórn skal svo fyrir 15. des. n. k. taka afstöðu til tillagnanna og senda félags- málaráðuneytinu greinargerð sína ásamt upp- lvsingum um þann sparnað, sem hún hefur ákveðið að framkvæma, og á grundvelli þeirra tillagna sinna skal bæjarstjórn, fyrir 31. des. 1951, hafa lokið samningu fjárhagsáætlun- ar fyrir árið 1952. Þá lýsir félagsmálam. yfir því, að það muni hér eftir fylgjast betur með því en verið hef- ur til þessa, hvernig fjárhagsáætluninni sé fylgt og muni því árfjórðungslega krefja bæj- arstjómir skýrslna urn það hvemig útgjöldum er háttað með samanburði við f járhagsáætlun- ina og muni, ef þurfa þykir, láta trúnaðar- mann sinn gera við og við athugun á því hvemig fjárhagsáætluninni sé fylgt. Ráðuneytið leggur ríka áherzlu á, að athug- un þessi á fjárhag bæjarfélaganna verði hraðað sem mest og þannig unnið, að góður árangur náist. Bréfin til bæjarstjórnanna voru öll sam- hljóða nema bréfið til Reykjavíkur var nokk- uð ýtarlegra í einstökum atriðum, vegna stærðar hennar og sérstöðu. NÝIR MEÐLIMIR. Á stjórnarfundi Sambands ísl. sveitarfélaga 1. okt s. 1. var tekin til meðferðar inngöngu- beiðni í sambandið frá Grímsey/arhreppi í Eyjarf jarðarsýslu. Stjórnin samþykkti umsóknina í einu hljóði og bauð hið nýja sveitarfélag velkomið í sam- bandið. FORSÍÐUMYND • er frá Vestmannaeyjum og er tekin af Guðna Þórðarsyni. PRENTSMIÐJAN ODDI h.f.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.