Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Síða 16
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL Gjöld almannatrygginga 1954—1956. Bætur vegna elli, urorku, dauða Bætur sjúkratr. og fæðingarst. . Fjölskyldubætur ............... Slysabætur .................... Kostnaður ..................... Bætur og kostnaður alls ........... Til sjóða (annarra en trygg.sjóðs) 'l'il tryggingasjóðs, úr afskriftasjóði Til tryggingasjóðs, tekjuafgangur . 1954 1955 1956 Þús. ki\ I'ús. kr. Þús. kr. 70.514 71.592 89.003 9.231 9.376 11.531 22.553 24.436 20.936 5.138 6.680 6.257 4.958 5.774 6.029 112.394 117.857 133.755 4.204 3.299 4.039 2.432 2.489 3.056 — 2.977 3.768 Alls 119.030 126.622 144.613 Af yfirlitinu uin gjöld almannatrygginga sést, að mjög mikil hækkun hefur orðið á bótum vegna elli, örorku og dauða. Hér vega mest elli- og örorkulífeyrir, enda var í árslok 1955 ákveðin 9% grunnhækkun á þessum bótategundum frá ársbyrjun 1956. Breytt ákvæði um skerðingu lífeyris vegna annarra tekna og takmörkun sú, sem gilt hafði um rétt þeirra til lífeyris almanna- trygginga, sem lífeyris eða eftirlauna nutu af opinberu fé eða úr opinberum sjóðum, voru einnig látin gilda frá ársbyrjun 1956. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara breytinga, svo og liækkunar vísitölu, virð- ist svo sem fjölgun ellilífeyrisþega hafi ver- ið mjög lítil á árinu 1956 og miklu minni en ætla hefði mátt með tilliti til fjölgunar gamalmenna. Ákvæðið um, að barnalífeyrir skuli greiddur með börnum ekkna án tillits til þess, hvort móðirin gengur í hjónaband aftur eða ekki, hefur ekki haft mikla þýð- ingu vegna reglna um skerðingu lífeyris vegna annarra tekna. Mikil hækkun varð á mæðralaunum, og kom sú hækkun til framkvæmda 1. apríl 1956. Hin mikla aukning bóta sjúkratrygginga og fæðingarstyrks á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að sjúkrabætur fluttust í ársbyrjun 1957 frá Tryggingastofnuninni til sjúkrasamlaga, og hafa því sjúkrabætur vegna ársins 1956, sem ógreiddar voru í árslok og að öllu óbreyttu hefðu verið tald- ar til gjalda á árinu 1957, hér verið taldar með bótum ársins 1956. Lækkun fjölskyldubóta stafar af því, að frá 1. apríl 1956 var hætt greiðslu bóta með öðru barni í fjölskyldu. í yfirlitinu er endurkræfur barnalífeyrir (meðlagsgreiðslur) eigi talinn til bóta og ekki heldur tekinn með tekna megin. Hann nam 9,7 millj. 1954, 9,2 millj. 1955 og 11,3 millj. 1956. Þá ber þess að gæta, að í reikningum stofnunarinnar er lífeyrir slysatrygginga tvítalinn til bóta og talinn með endurkræfum lífeyri tekna megin, en hér hefur hann verið dreginn út úr bótum vegna elli, örorku og dauða og einungis talinn með slysabótum. Af kostnaði nam kostnaður slysatrygginga 0,8 millj. króna 1956.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.