Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Page 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL 17 batnaðar á síðustu árum vegna bættra sam- gangna, sjúkratrygginga og betri efnahags almennings. Vissir þættir heilbrigðisþjón- ustunnar skipta sérlega miklu máli fyrir endurhæfingu,. Má þar fyrst og fremst benda á þjálfun bæklaðra og vinnulækn- ingar á sjúkrahúsum, þar sem sjúklingar dvelja lengi. Það er því stórt framfaraskref á þessu sviði, að nýlega hefur æíingastöð fyrir lamaða og fatlaða hafið starfsemi hér á landi. Vinnulækningar á sjúkrahúsum eru hér mjög takmarkaðar og víðast hvar engar. Er það óheppilegt, því að þær eru oft byrjunin á verkþjálfun, og eiga mikinn þátt í að glæða sjálfstraust og starfslöngun þeirra, sem þola mega langvarandi van- heilsu. Annar þáttur endurhæfingar, starfsvalið, er í senn auðveldara og erfiðara hér á landi en víða annars staðar. Auðveldara að því leyti, að hér er ekki úr eins mörgum störf- um að velja og í tæknilega háþróuðum þjóðfélögum, þar sem verkaskipting er mik- il. Er því auðveldara að hafa yfirsýn yfir þá möguleika, sem atvinnulífið hefur að bjóða. Fábreytileiki atvinnulífsins hefur þó fleiri galla en kosti í för með sér íyrir ör- yrkjana. Færri starfa er völ, sem þeim lienta, og nauðsynlegra, að þeir möguleikar séu fundnir og nýttir, sem kunna að vera til fyrir hvern öryrkja. Gerir það starfsvalið vandasamara. Ekki má heldur gleyma því, að margbreytileiki fólksins er sá sami hér á landi og annars staðar, þótt atvinnulífið sé fábreyttara, og öryrkjar flestir eru ekki annað hvort hæfir eða óhæfir til vinnu held- ur mismunandi hæfir til einstakra verka. Erlendis annast vinnusálfræðisstofnanir víða leiðbeiningar fyrir öryrkja. Sums stað- ar eru og starfræktar sérstakar leiðbeining- arstofnanir fyrir þá. Hér á landi hefur und- irritaður leitazt við að verða öryrkjum til að stoðar við starfsval og leiðbeint um starfs- möguleika síðan athuganir á vinnumögu- leikum öryrkja hófust. Nám er nú talið heppilegast að öryrkjar stundi í venjulegum skólum með heilbrigð- um nemendum eftir því sem við verður komið, og það er oftast framkvæmanlegt. Fyrrum voru víða reistar sérstakar mennta- stofnanir t. d. iðnskólar fyrir öryrkja, og slíka skóla er að finna í nágrannalöndum okkar. Betra er að stuðla að því að öryrkj- ar sæki venjulega skóla, en séu ekki ein- angraðir. Verður því sérstakur öryrkjaskóli væntanlega ekki reistur á íslandi. Allt öðru máli er að gegna um þjálfunar- verkstæði. Þeir, sem lengi hafa verið frá vinnu vegna veikinda, eiga yfirleitt erfitt með að hefja vinnu af fullum krafti í byrj- un. Hlutverk þjálfunarverkstæðis er að gefa öryrkjum kost á að æfa sig.og þjálfa við vinnuna smátt og smátt. Vinnutími livers og eins getur þar verið stuttur í byrj- un og ekki þarf að gera strangar kröfur um afköst, meðan maðurinn er að venjast því að starfa. Hér á landi er ekkert þjálfunar- verkstæði til fyrir aðra en berklasjúklinga, en þörf annarra öryrkja fyrir slíkt verk- stæði er augljós. Að lokinni verkþjálfun er vinnuútvegun svo lokastigið. Víðast erlendis sér hin opin- bera vinnumiðlun um þetta, og annast þá sérstök deild hennar vinnumiðlun fyrir ör- yrkja. Vegna fámennis er liæpið, að hægt verði að skipuleggja hér á landi sérstaka vinnumiðlun fyrir öryrkja á næstunni. Starfmenn hinnar almennu vinnumiðlunar reyna þó að liðsinna öryrkjum eftir því sem tök eru á og gera ávallt sitt bezta, þeg- ar til þeirra er leitað vegna öryrkja, en möguleikar eru hér takmarkaðir vegna fá- breytileika atvinnulífsins. Hér í landi fá- mennis og kunningsskapar ráða atvinnu- fyrirtæki starfslið sitt líka að miklu leyti beint án milligöngu vinnumiðlunar. Til

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.