Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Side 22
18 SVEITARSTJÓRNARMÁL hennar koma því dltölulega fáar beiðnir um fólk í störf, sem hentað gætu öryrkjum. V. Af framansögðu ætti að vera ljóst hverra ráðstafana er fyrst og fremst þörf til að nýta vinnugetu öryrkja hér á landi betur en gert er. Mest aðkallandi er að koma á fót þjálfunarverkstæði, þar sem reyna má verk- hæfni manna og gefa þeim kost á verkþjálf- un. Þá er og þörf vinnustofu, sem léti í té sérstök vinnuskilyrði fyrir þá, sem þjálfun- in getur ekki gert fullfæra til starfa á ein- hverju sviði, og ekki tekst að útvega störf á frjálsum vinnumarkaði. Slík öryrkjavinnu- stofa gæti verið í tengslum við þjálfunar- verkstæði, e. t. v. rekin af sömu aðilum eða undir sömu stjórn. Starfsvttlsleiðbeiningar og vinnumiðlun fyrir öryrkja þarf að rækja, en nokkur vís- ir er til að þessu. Sama er að segja um lána- starfsemi fyrir öryrkja, sem stunda vilja sjálfstæðan atvinnurekstur. Ráðstafanir til að nýta vinnugetu öryrkja þurfa því að vera margþættar, ef vel á að takast, og ýmsir aðilar heilbrigðisþjónustu og félagsmála þurfa að vinna saman á þessu sviði. Loks má ekki gleyma því, að skilningur almennings á þessum málum er mikilsverð- ur. Einkum er nauðsynlegt, að atvinnurek- endur og vinnuveitendur hafi skilning á því, að öryrkjar geta unnið sum störf, þótt þeir geti ekki unnið hvað sem vera skal, og séu fúsir til að gefa þeim kost á að nota starfskrafta sína þar, sem góð skilyrði eru fyrir hendi. Einnig er nauðsynlegt, að ör- yrkjarnir sjálfir og aðstandendur þeirra hafi sem gleggsta vitneskju um, hvaða leið- ir eru hugsanlegar til að komast út í at- vinnulífið, og láti ekki undir höfuð leggj- ast að notfæra sér þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Enn ber nokkuð á því, að ör- yrkjar og einkum aðstandendur ungra ör- yrkja, hafi meiri áliuga á örorkubótum og fjárhagslegum stuðningi en möguleikum til endurhæfingar og starfa. Þetta þarf að breytast, en það breytist því aðeins, að al- menningur skilji og viðurkenni, að öryrkja ber fyrst og fremst réttur til menntunar og starfa á því sviði, sem hann getur starfað, og réttur til framfærslu, ef ógerlegt er að leysa atvinnuvandamálið, en það er alltaf óleysanlegt án þátttöku hans sjálfs. Kristinn Björnsson. Tryg'giiigfatíðludf Eundur með umboðsmönnum T rvggi ngas tofnunari n n ar. Á liausti komanda munu héraðsdómarar væntanlega koma saman til fundar í Reykjavík. Verða þar saman komnir flestir umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar og formenn héraðssamlaga. Með tilliti til feng- innar reynslu af þeim breytingum á al- mannatryggingalögunum, sem til fram- kvæmda komu á síðastliðnu ári og í byrj- um þessa árs. telur Tryggingastofnunin mjög æskilegt, að þetta tækifæri verði not- að til að ræða þessi mál sameiginlega á fundi. Þau mál, sem einkum væri ástæða til að ræða, eru: 1) Sjúkradagpeningar. 2) Önnur starfsemi héraðssamlaga. 3) Framkvæmd einstakra lagaákvæða, bótaúrskurðir o. fl. Ef til vill hafa umboðsmenn tillögur fram að færa um fyrirkomulag og umræðuefni slíks fundar, og eru ábendingar í þá átt vel þegnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.