Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 7
SVEITARSTJORNARMAL 23. ÁRGANGUR 1. HEFTI TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA RITSTJORI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: jónas guðmundsson Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNAliMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik. Byggmgarsjóður aldraðs fólks. Ellin hefur löngum orðið flestum mikið vandamál og svo er enn. Nú, þegar þjóð- ielagið verður að láta til sín taka öll metri háttar vandamál almennings, er eðlilegt, að vandamál ellinnar verði eitt þeirra. All langt er síðan elliheimili tóku að rísa, en rekstur þeirra hefur alls staðar verið örðugt viðfangsefni. Sveitarfélögin hafa að vonum haft afskipti af þessunt málum því elliiram- færslan hefur frá öndverðu verið einn erfið- asti þátturinn í lramfærslumálunum. Bæði hér og erlendis hafa margir ágætir menn hugsað þesi mál og komið fram með tillögur til lausnar þeim. Margt hefur verið reynt, en með misjöfnum árangri. Elli- heimilin, eins og þau hafa verið rekin til þessa, hafa sína kosti, en þau hafa einnig sina galla, sem ekki skulu raktir hér. Með tilkomu happdrættis dvalarheimilis- aldraðra sjómanna og með þeirri forustu, sem fyrirsvarsmenn þess félagsskapar hafa haft um stofnun og starfrækslu Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna í Reykjavík, má segja, að aðstaðan hér til að leysa hús- næðismál aldraðs fólks hafi að vissu leyti gjörbreytzt, þar sem happdrættið skapaði fjárhagsgrundvöll, sem ekki var áður fyrir hendi. ☆ ★ ☆ Á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var í febrúar- mánuði 1961, var samþykkt eftirlarandi tillaga: „Fundurinn telur eðlilegt og æski- legt, að starfandi landshappdrætti, sem til þessa hafa varið ágóða sínum til fram- kvæmda á mjög takmörkuðu svæði, færi út starfsemi sína til annarra landshluta eftir því sem við verður komið.“ Þó ekki sé það berum orðum sagt í þessari tillögu, var það fyrst og fremst happdrætti dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, sem hér var haft í huga enda vitað, að fyrirsvarsmenn þess voru því síður en svo andvígir, að það yrði tekið til athugunar, að einhverju af tekjum happdrættisins yrði varið í framtíð- inni til að koma upp eða styrkja elliheimili utan Reykjavíkur. Á árinu 1959 kaus Alþingi milliþinga- nel'nd, sem átti að athuga „á hvern hátt unnt sé að búa öldruðu fólki skilyrði til að nota starfsorku sína“. Árangur af starfi

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.