Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 8
2 SVEITARST J ÓRNARMÁL r---------------------------------------------------------------------------- LANDSÞING SAMBANDS ÍSL. SVEITARFÉLAGA Sjöunda landsþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga verður haldið í Reykja- vík dagana 22. — 24. ágúst næstkomandi. Sveitarstjórnum hefur þegar verið tilkynnt brcflega þessi ákvörðun, og væri æskilegast, að kjör fulltrúa til setu á þinginu færi fram sem allra fyrst, og að skrifstofu sambandsins verði um það tilkynnt fljótlega. Sveitarstjórnir eða fulltrúar, sem óska að fyrir verði tekin á þinginu sérstök mál, skulu tilkynna stjórn sambandsins þar um eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið. Tillögur um lagabreytingar, sem sveitarstjórnir eða einstakir fulltrúar vilja bera fram, skulu sendast stjórninni eigi síðar en mánuði fyrir þing, þ. e. íyrir 22. júlí næstkomandi. Dagskrá þingsins ásamt öðrum nauðsynlegum gögnum verður send kjörnum þingfulltrúum eigi síðar en mánuði fyrir þingið. Reykjavík í febrúar 1963 Jónas Guðmundsson, Stefán Gunnlaugsson, formaður. ritari. nefndarinnar er þrjú frumvörp, sem nú liggja fyrir Alþingi, og væntanlega verða að lögum fyrir vorið. Eitt þeirra er um breytingu á lögum nr. 71/1954 um happ- drætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þar segir: „Ágóði happdrættisins skal renna í byggingarsjóð aldraðs fólks. 60% ágóð- ans skal þó varið til byggingar dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna. Heimilt skal þó stjórn dvalarheimilis aldraðra sjómanna að veita styrk eða lán til annarra dvalarheimila aldraðs fólks." Jafnframt er gert ráð fyrir, að happdrættisheimildin sé framlengd til ársloka 1974. í samræmi við þessa breytingu er svo flutt frumvarp til laga um byggingarsjóð aldraðs fólks. Hlutverk hans á að vera „að stuðla með lánveitingum og styrkjum að því að byggðar verði hentugar íbúðir fyrir aldr- að fólk“. Gert er ráð fyrir, að aðaltekjur sjóðsins verði „ágóði af liappdrætti dvalar- heimilis aldraðra sjómanna samkvæmt ákvæðum þar um í lögum um happdrætt- ið“, og er þeirra ákvæða getið hér að ofan. Stjórn þessa sjóðs er falin Trygginga- stofnun ríkisins, en fulltrúi frá D.A.S. hef- ur tillögurétt um lánveitingar úr sjóðnum. Styrki og lán úr sjóðnum má veita sveitar- félögum eða aðilum, sem sveitarstjórnir mæla með og takast á hendur að reisa íbúðir handa öldruðu fólki. Styrkir og lán mega nema allt að 50% af byggingarkostn- aði. Þá er og gert ráð fyrir, að heimilt sé að veita einstaklingum yfir 67 ára aldri lán til kaupa á litlum íbúðum, sem sérstaklega eru gerðar við hæfi aldraðs fólks. í þriðja lagi er svo frumvarp um breytingu á lög- um nr. 10/1952 um heimilishjálp í viðlög-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.