Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 10
4 SVEITARST J ÓRNARMÁL nokkrum dögum frá 3. til 26. október 137 m löng 7 metra breið gata eða samtals 959 m2. Þannig liafa á sumrinu verið malbikað- ir 9117 m2, lögð olíumöl á 1080 m2 eða samtals malbikað og olíuborið á 10197 fer- metra af götum. Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir kostnaði við malbikunina á viðkomandi stöðum, en í heild gekk rekstur tækjanna heldur örðuglega. Fyrst og fremst reyndist malbikunarvélin ekki skila þeim afköst- um, sem gert var ráð fyrir í tilboði, svo fá varð viðgerðarmann lrá Þýzkalandi til að gera úrbætur á. Ymsar endurbætur voru síðan gerðar á malbikunarstöðinni, en meðalafköst munu hafa reynzt 2—3 tonn á klst. í stað 5 t/klst, sem fyrirtækið, sem seldi stöðina, hal'ði gefið upp. Aðalástæð- an kann að vera kaldara loftslag, rakara efni og ef til vill að nokkru leyti reynslu- leysi við stjórn slíkra véla.1 í annan stað urðu nokkuð tíðar vélarbilanir, og hlutust af þeim óeðlilega langar tafir sökurn þess, að ekki fylgdu vélunum nægar birgðir vara- hluta. Úr þessu síðarnefnda atriði er unnt að bæta með því að afla sér nauðsynlegra varahluta og með því að hafa til taks ann- an þjappara, sem þörf virðist á. Stjórnin hefur nú í athugun að kaupa þjappara og jafnframt að festa kaup á annarri afkasta- rneiri malbikunarstöð, sem notuð yrði, þar sem mikið yrði malbikað í einum áfanga. Minni stöðin yrði þá notuð við veigaminni verk og við endurbætur og viðhald, þegar fram í sækir. Áður en langt um líður verður gerð starfsáætlun fyrir tækin á næsta sumri og er því nauðsynlegt, að þær sveitarstjórmr, sem hafa hug á að fá tækin til sín, geri kunnugt um það hið allra íyrsta. Auk reksturs malbikunartækjanna ann- aðist félagið eins og áður milligöngu um sementskaup frá Sementsverksmiðju ríkis- ins, samkvæmt samningi. Þau voru á árinu allmiklu minni en á árinu 1961. Sements- kaup sveitarfélaga nerna sem hér segir: Borgarnes 6580 sekkir, Neskaupstaður 2000 sekkir, Hveragerði 1120 sekkir, Akra- nes 13000 sekkir og Ólafsfjörður 1000 sekk- ir. Samtals nema sementskaup 23.700 sekkj- um fyrir kr. 488.044,00. í Borgarnesi voru steyptir 4600 m2, í Neskaupstað 2000 m2, í Hveragerði 2100 m2, á Akranesi 10000 m2 og í Ólafsfirði um 1000 m2. Steyptar akbrautir á árinu voru því um 19700 fermetrar. Steyptar og mal- bikaðar götur á vegum félagsins eru því á árinu samtals tæplega 30 þús. fermetrar. Stjórn félagsins var á árinu óbreytt, for- maður Jónas Guðmundsson og aðrir í stjórn Stefán Gunnlaugsson, Halfdán Sveinsson, Sigurður í Sigurðsson og Magnús Guðjóns- son. Verkstjóri var ráðinn til að stjórna malbikunartækjunum, Kristinn Magnús- son, Hafnarfirði, frá byrjun maímánaðar til ársloka, en skrifstofa sambandsins ann- aðist reikningshald og skrifstofustörf. Rögn- valdur Þorkelsson var eins og áður tækni- legur ráðunautur. Nú hefur Stefán Gunn- laugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar- firði, verið ráðinn framkvæmdastjóri félags- ins, og er hann nú ásamt stjórninni að vinna að undirbúningi framkvæmda á kom- andi sumri og athuga um kaup á frekari vélum til starfrækslunnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.