Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 12
SVEITARST J ORNARMAL 6 Guðjón Magnússon, oddviti. En livað um Árneshrepp, nyrztu byggð- ina í Strandasýslu? Þessi spurning bjó okkur ofarlega í huga, Jjegar oddvitinn í Árneshreppi, Guðjón Magnússon, bóndi á Kjörvogi, leit inn á skrifstofu sambandsins íyrir nokkrum dög- um. Við inntum hann strax álits á málinu. „Ég get hiklaust svarað því til,“ svaraði Guðjón, „að Árneshreppur rnuni ekki fara í eyði um fyrirsjáanlega framtíð. Að vísu liefur orðið fólksfækkun í hreppnum á und- angengnum áratugum, en hún hefur nú stöðvazt. Þegar ílest var, munu íbúar hreppsins hafa verið um 600, og hann var á sínum tíma fjölmennasta sveitarfélagið í Strandasýslu og matarkista sýslunnar. Þang- að komu menn víða að til að stunda há- karlaveiðar að vetrum og fiskveiðar á sumrum. Séra Matthías Jochumsson segir frá Jjví í ævisögu sinni, að faðir sinn hefði lagt Jjað snemma af stað að morgni úr Þorskafirði á Barðaströnd, að hann náði hákarlaróðri í Trékyllisvík. Að vísu mun róður ekki hafa verið farinn fyrr en undir kvöld, en þetta gæti verið til marks um, liversu langt að menn sóttu sjóróðra í Ár- neshrepp, frá Vestfjörðum og austan úr Húnavatnssýslu. Flest munu hákarlaskipin hafa orðið 26 á Gjögri, en auk Jiess gengu nokkur frá Trékyllisvík og úr Ófeigsfirði." Hvenær hófst svo síldarvinnsla? „Það mun hafa verið upp úr 1910, sem Norðmenn liefja síldarsöltun í Árneshreppi og árið 1917 er byrjað að byggja fyrstu síldarsöltunarstöðina á Djúpuvík og um líkt leyti var önnur reist á Ingólfsfirði. Síldarsöltun hélzt áfram óslitið allt fram að 1950. Á árinu 1934 var reist síldar- bræðsla á Djúpuvík og á árinu 1942 á Ingólfsfirði, en Jsær liafa ekki haft verk- efni síðan 1953. Þarna standa því milljóna- verðmæti í ónotuðum síldarverksmiðjum. Nú eru búsettir í lireppnum um 260 íbúar á 23 lögbýlum og aldursskipting fólksins er góð. í hreppnum er margt ungt fólk og nokkur ung hjón hafa nýlega byrjað búskap í sveitinni." Hvernig er samgöngum nú háttað? „Þær hafa farið batnandi, sæmilegt vega- kerfi er innansveitar frá Gjögri og í fimm- tán ár hefur verið vegasamband milli Ing- ólfsfjarðar, Norðurfjarðar og Gjögurs. Á næsta ári vonumst við til að komast í vegar- samband við Djúpuvík og á næstu tveimur til þremur árum viljum við tengjast um- heiminum með vegi milli Djúpuvíkur og Kaldbaksvíkur í Kaldrananeshreppi. Eftir að ruddur hefur verið vegur milli Ingólfs-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.