Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 14
8 SVEITARST JÓRNARMÁL Náttúrufegurð er viða mikil á Ströndum. Hér sér út Ingólfsfjörð. svo aíkoma fólks er traust og sæmilega góð.“ — Hvað viltu segja um íélagslíf? „Félagslíf er lítið að vetri til, enda fara þá unglingar að heiman í skóla. Að Finn- bogastöðum í Trékyllisvík er elzti heima- vistarbarnaskóli landsins, stofnsettur á ár- inu 1929, og er barnafræðsla í góðu horfi, nemendur eru 28 í vetur. Félagsheimili er að prestssetrinu á Árnesi. Það rúmar hundr- að manns í sæti, og þar eru haldnar sam- komur hálfsmánaðarlega á sumrum, enda er unga fólkið þá heima við sumarstörf. Byggðin í hreppnum er þéttust á Gjögri, í Trékyllisvík og í Djúpuvík og þar er raf- stöð, en á flestum býlum sveitarinnar eru ljósavélar til heimilisnota." — Telur Jjú þá ekki ástæðu til að óttast ílótta úr sveitinni? „Nei, ég vil eindregið telja aðstæður í Árneshreppi allt aðrar og ólíkar Jjví, sem er í Grunnavíkurhreppi." „Um kosti þess að búa á slíkum stað, jú, einstaklingarnir eru lausir við taugatrufl- andi áhrif umhverfisins í þéttbýli, og hafa ríflegan tima til andlegra þenkinga, fólkið fylgist vel með málum, og er víðsýnna heldur en í þéttbýlinu. Þetta finnst mér einn höfuðkostur dreifbýlisins, maðurinn er þar frjáls, mér finnst ég verða meira ég sjálfur, þegar ég kem heim. Þessa tilfinn- ingu munu fleiri skynja, og ef til vill Jaess vegna er ég svo bjartsýnn á framtíð byggð- arinnar í Árneshreppi." U. Stef.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.