Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 15
SVEITARST JÓRNARMÁL 9 Fjörutíu ára starfsafmæli í fertugu fyrirtæki. Hinn 1. október 1962 átti Knut Otter- stedt rafveitustjóri Akureyrar fjörutíu ára starfsafmæli og tveimur dögurn áður voru réttir íjórir áratugir frá því að rafveitan tók til starfa, hinn 29. september 1922. Hann hefur nú látið af störfum sökum ald- urs, og er ástæða til að geta hans hér. Knut Otterstedt hafði komið hingað til lands frá Svíþjóð sumarið 1922 til þess að stjórna lagningu háspennulínu frá rafstöð- inni við Glerá og annast skipulagningu rafkerfis á Akureyri. Að loknu því verki tók hann að sér starf rafveitustjóra og hefur síðan gegnt því óslitið. Jafnframt hefur hann verið framkvæmdarstjóri Laxárvirkj- unarinnar frá því hún tók til starfa, en frá henni er leidd raforka í öll sveitarfélög Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Rafvæðingin er einn merkasti þáttur í framfaraskeiði seinustu áratuga. Undir for- ustu Otterstedts liefur raforkuvinnslan í umdæmi hans aukizt úr 500 þús. kWst. ár- ið 1922 í 57 milljón kWst. árið 1961. Gler- árvirkjunin var 250 kw. en uppsett véla- afl á svæðinu er nú tæp 15 þús. kw. Vikublöðin á Akureyri hafa skrifað um Knut Otterstedt í tilefni af starfsafmælinu og telja, að kaupstaðurinn hafi haft á að skipa óvenjulega traustum og farsælum starfsmanni, þar sem Otterstedt var. Blaðið íslendingur skrifar um Knut Ott- erstedt: „Hinar mörgu og tíðu virkjanir fyr- Knut Otterstedt ir Akureyri og nágrenni hafa að sjálfsögðu mætt meira á rafveitustjóra en flestum öðr- um, og þá einnig þeir duttlungar, sem Laxá hefur jafnan sýnt á vetrum, þegar hún hefur hlaðizt krapi og neitað orku- framleiðslu. Gerast þeir atburðir helzt í illum veðraham, og reynir þá á karl- mennsku þeirra, er um eiga að fjalla. Hef- ur þá komið betur, að rafveitustjórinn er bæði andlegt og líkamlegt kjark- og karl- menni, æðrulaus og jafnlyndur. Mun það almælt, að það hafi verið raforkumálum bæjarins mikið happ að íá þegar í upp- hafi jafn hæfan mann til að veita þeim forsjá. Á þessu 40 ára starfsafmæli Otter- stedts munu þvx margir hafa sent honum þöglar kveðjur og óskir. Kona Knuts Otterstedts er Lena Krist- jánsdóttir og eiga þau tvo syni, Hauk og Knút veikfræðing, sem nú hefur verið ráð- inn til að taka við starfi föður síns sem rafveitustjóri á Akuieyri.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.