Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 18
12 SVEITARST JÓRNARMÁL lágmarkskröfur, og er íærsla fleiri bóka heimil eftir því sem henta þykir. 6. gr. Nú hefur sveitarfélag tvöl'alt bókhald, þótt því sé það ekki skylt santkvæmt 1. gr„ og er það þá ekki btindið af fyrirmælum 4. gr. urn færslu sjóðbókar og elnahags- bókar, enda láti endurskoðendur sveitar- sjóðsins sýslunefnd í té yfirlýsingu, sem hún tekur gilda, um að bókhaldið fullnægi til hlítar þeim lágmarkskröfum um gerð og frágang reikninga, sem felast í ákvæðum 4. gr. Eínahagsbók samkvæmt 4. gr. b. get- ur t. d. verið þrískipt, í efnahagsbók, gjald- endabók og framfærslubók. 7. gr. Félagsmálaráðuneytið annast um, að jafn- an séu fáanlegar bækur, til færslu sjóðbók- ar og efnahagsbókar, samkvæmt 4. gr„ en heimilt er sveitarfélögum að íæra Jressar bækur í öðru formi, enda sé l'ullnægt öll- um ákvæðum þessarar reglugerðar um gerð og frágang reikninga þeirra sveitarfélaga, sem ekki eru skyld til að hafa tvöfalt bók- hald. 8. gr. Dagbækur og sjóðbækur skv. Jressari reglugerð, sem ekki eru lausblaðabækur, og efnahagsbækur allar skulu vera gegnum- dregnar, tölusettar og liiggiltar af hlutað- eigandi sýslumanni eða bæjarfógeta. 9. gr. í lok hvers árs skal gera reikning um tekjur og gjöld sveitarfélaga og fyrirtækja Jteirra á umliðnu reikningsári svo og reikn- ing um eignir og skuldir miðað við 31. des- ember. Rekstraraíkoma og efnahagur fyrir- tækjanna skal koma skýrt í ljós á reikning- unum, annað hvort með Jn'í að færa reikn- inga Jreirra sérstaklega, eða með því að skrá tekjur og gjöld, eignir og skuldir í ákveðna liði aðalreiknings. Tekjur og gjöld skulu svo sem unnt er, færð í reikning Jtess árs, sem þau tilheyra, hvort sem greiðsla fer fram á sama ári eða ekki. I reikningum sveitarfélaga skulu eignabreytingar sýndar (þar með afskriftir á eigna og skuldaliðum), Jrannig að sam- bandið milli rekstrarreiknings og efnahags- reiknings korni greinilega fram. 10. gr. Félagsmálaráðuneytið ákveður, í samráði við Hagstofu íslands, form fyrir ársreikn- ingurn sveitaríélaga og lætur gera reiknings- eyðublöð til afnota fyrir sveitarfélögin í samræmi við Jsað. Hagstofan helur eyðu- blöð J^essi á takteinum handa sveitarfélög- um. Sveitarfélög skulu láta Hagstofunni í té ársreikninga sína og fyrirtækja sinna á því reikningsformi, er um ræðir í fyrri máls- gr. þessarar gr. 11. gr. Ársreikningar hreppa skulu fullgerðir fyrir febrúarlok ár hvert og ársreikningar kaupstaða fyrir lok maímánaðar. Sama gild- ir um ársreikninga fyrirtækja sveitarfélaga. Reglugerð Jiessi er sett samkvæmt sveitar- stjórnarlögum nr. 58 29. marz 1961 og staðfestist hér með til að öðlast gildi Jjegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum Jteim, sem hlut eiga að máli.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.