Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 22
16 SVEITARST J ÓRNARMÁL Starf endurskoðunarnefndar. I. Skipun nefndarinnar og breytingar á almannatryggingalögum 1960—1962. Hinn 12. september 1960 skipaði Emil Jónsson, télagsmálaráðherra, nefnd til þess að endurskoða í heild lögin um almanna- tryggingar. í nefndina voru þessir skipaðir: Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, sem jafn- framt var skipaður formaður nelndarinnar, Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður, frú Jóhanna Egilsdóttir, frú Sigríður J. Magn- ússon og Sverrir Þorbjörnsson, íorstjóri. í nóvembermánuði 1962 tilnefndi ráðherra enn fremur Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ís- lands, til að taka sæti í nefndinni, þegar rætt væri um slysatryggingar. Með nefnd- inni hel'ur starfað Guðjón Hansen, trygg- ingafræðingur, og hefur hann verið ritari hennar. Þar eð ákvæði 22. gr. almannatrygginga- laganna nr. 24/1956 um skerðingu lífeyris vegna annarra tekna lífeyrisþega giltu að- eins til ársloka 1960, varð neíndin sammála tim að láta lagabreytingar þær, sem hún taldi rétt að gera og voru í beinu sam- bandi við niðurfellingu skerðingarákvæð- anna, sitja í fyrirrúmi, en halda síðan áfram starfi sínu að öðru leyti. Samdi hún laga- frumvarp, sem samþykkt var sem lög á Alþingi í desember 1960 (lög nr. 86/1960). ! október 1962 samdi nefndin frumvarp til laga, þar sem gert var ráð fyrir annarri veigamikilli breytingu á almannatrygginga- lögunum, þ. e. að skipting landsins í tvö verðlagssvæði skyldi falla úr gildi og bæt- ur almannatrygginga verði frá 1. janúar 1963 hvarvetna á landinu hinar sömu og þær voru áður á fyrsta verðlagssvæði. Var frumvarp þetta samþykkt sem lög á Alþingi í desember 1962 (lög nr. 89/1962). Um framangreind frumvörp skírskotast til athugasemda, er frumvörpunum fylgdu. Þann tíma, sem nefndin hefur starfað, heíur tvívegis verið ákveðin hækkun bóta til samræmis við hækkun launa opinberra starfsmanna, í fyrra skiptið með lögum nr. 95/1961, og hækkuðu bætur samkvæmt þeim um 13,8% frá 1. júlí 1961 og um 4% til viðbótar frá 1. júní 1962, en í síð- ara skiptið með áðurnelndum lögum nr. 89/1962. Síðartalda hækkunin nam 7% frá 1. júní 1962 og tók einungis til elli- og örorkulífeyris, þar eð í athugun var hjá nefndinni hlutfallið milli ýmissa annarra bótategunda með tilliti til betra samræmis en nú er. Loks skal getið breytingar, sem gerð var á lögum nr. 18/1962, en í henni fólst hækkun á greiðslum sjúklinga fyrir almenna læknishjálp ásamt nýjum ákvæð- um um samninga sjúkratrygginga við lækna. II. Þingmál, sem visað hefur verið til nefndarinnar. Af málum þeim, sem nefndin hefur tek- ið fyrir, eru nokkur, sem áður hafa verið til afgreiðslu á Alþingi og ýmist afgreidd þar með rökstuddri dagskrá eða send nel'nd- inni af ríkisstjórninni. Verða þau talin hér á eftir. 1. Þingsályktun um tillit til framfærslu- kostnaðar námsfólks í sköttum og trygging- um, samþykkt á Alþingi 27. marz 1961. Þingsályktunin hljóðar svo: „Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að rannsaka, hvernig hægt sé að taka réttlátt tillit til kostnaðar af framfærslu námsfólks yfir 16 ára að aldri í trygginga- og skattalöggjöf landsins."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.