Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 28
22 SVEITARST JÓRNARMÁL manna voru tilsvarandi laun í árslok 1959 kr. 63 173 og lífeyrir kr. 15 927 eða 25% al launum. Hér fer á eftir einfaldur samanburður á ellilífeyri samkvæmt gildandi reglugerðum flestra viðurkenndra lífeyrissjóða annars vegar og ellilífeyri almannatrygginga hins vegar. Miðað er við, að starfi sé hætt við 67 ára aldur og laun hafi verið óbreytt síð- ustu 10 starfsárin, kr. 80 000 á ári: Frá alniannatryggingum Úr lífeyrissjóði Hjónalífeyrir Einstaklingslíf. Starfstími % kr. kr. kr. 15 ár 20.0 16 000 32 824 18 236 20 - 30.5 24 400 32 824 18 236 25 - 44.0 35 200 32 824 18 236 30 - 60.0 48 000 32 824 18 236 Sé um viðurkenndan sjóð að ræða, verð- ur hann að hækka greiðslur sínar til sam- ræmis við lífeyri almannatrygginga. Mið- að við 15 ára starfstíma hér að framan þyrfti þannig að hækka árslífeyri úr kr. 16 000 í 32 824 eða kr. 18 236 eftir því, hvort almannatryggingarnar mundu hafa veitt hjóna- eða einstaklingslífeyri. í þessu tilfelli hefði sjóðfélaginn engan hagnað haft af þátttöku sinni í sjóðnum, þótt hinn síðarnefndi verði að greiða hærri bætur en fjárhagsgrundvöllur hans e. t. v. leyfir. Ef um viðbótarsjóð er að ræða, er hins vegar einungis greitt eftir hinni almennu reglu, og sjóðfélaginn fær lífeyri á báðum stöðum. Af íramansögðu er ljóst, að hinir viður- kenndu sjóðir taka á sig skuldbindingar, sem hljóta að létta byrðar almannatrygg- inga. Þar eð tekna til að standa undir út- gjöldum almannatrygginga er aflað jafnóð- um, þ. e. samkvæmt árlegri fjárhagsáætlun, og í nýjum líteyrissjóðum er eingöngu fólk á starfsaldri, hefur viðurkenning sjóða í för með sér fækkun þeirra, sem greiða fullt iðgjald til lífeyristrygginga, án þess að um útgjaldalækkun sé að ræða fyrr en að ára- tug liðnum, og hefur slík viðurkenning því í för með sér almenna iðgjaldahækkun. Nefndin taldi, að æskilegast væri, ef kleift reyndist, að allir lífeyrissjóðir yrðu viðbótarsjóðir við almannatryggingarnar, þannig að iðgjöld manna til lífeyristrygg- inga og réttindi þar yrðu lrin sömu, hvort sem þeir væru tryggðir hjá sérsjóðum eða ekki. Þar eð lífeyrissjóðirnir lieyra undir fjármálaráðuneytið og mál þetta varðar rík- issjóð sem aðila bæði að almannatrygging- unum og stærsta lífeyrissjóði landsins, ákvað nefndin í maí 1961 að senda því ráðuneyti greinargerð um málið. Nokkru síðar fól fjármálaráðherra stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins að endurskoða lögin fyrir þann sjóð, og munu aðalbreytingarnar, sem fyrirhugaðar eru, vera í því fólgnar, að sjóðurinn verði gerður að viðbótarsjóði. Ef slík breyting yrði lögfest, má ætla, að hið sama yrði uppi á teningnum með aðra lög- boðna sjóði, sem ekki eru nú jjegar viðbót- arsjóðir. Tveir sjóðir, sem Tryggingastofn- unin hefur veitt viðurkenningu, hafa óskað eftir að gerast viðbótarsjóðir með jtví að greiða til Tryggingastofnunarinnar ið- gjaldamismun fyrir liðinn tíma vegna sjóð- félaga sinna, og enn fremur hafa Jreir gert ráðstafanir til að breyta reglugerðum sín- um með hliðsjón af því, að sjóðfélagar

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.