Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 29
SVEITARST JÓRNARMÁL 23 njóti íramvegis íullra réttinda og greiði fullt iðgjald til líieyristrygginga. At því, sem nú hefur verið sagt, má ráða, að þeim sjóðum muni fara fækkandi, sem koma eiga í stað almannatrygginga. 1 sjóð- um þeim, sem ekki koma á breytingum í jrá átt, að þeir verði viðbótarsjóðir, er sennilegt, að óánægja sjóðfélaga með afsal réttinda hjá almannatryggingum aukist smám saman eftir Jrví sem fleiri komast á ellilífeyrisaldur. Enginn vafi er hins vegar á, að uppgjör fyrir liðinn tíma verður því erfiðara fyrir sjóðina, sem Jrað dregst leng- ur. Leggur nefndin Jrví til, að uppgjör verði lögboðið, sbr. bráðabirgðaákvæði frum- varpsins. Telja verður eðlilegt og sjálfsagt, að end- urskoðun fari fram á lögunt og reglugerð- um Jreirra sjóða, sem hér eiga hlut að máli, í sambandi við breytingu í þá átt, sem hér er gert ráð fyrir. Breytingar þær, sem af slíkri endurskoðun mundu leiða, má hugsa sér með ýmsum hætti, og hefur nefndin því tekið þann kost að leggja til, að sjáll' lagabreytingin verði engin áhrif látin hafa á heildariðgjaldagreiðslur né heildarlífeyrisréttindi sjóðfélaga, r vænt- anlegar breytingar á ákvæðum k.ers líf- eyrissjóðs fyrir sig verði látnar skera Jrar úr. Ákvæði frumvarpsins um frádrátt bóta almannatrygginga og iðgjalda til Jreirra eftir 1. janúar 1964 koma Jdví aðeins til framkvæmda, að endurskoðun hafi þá ekki farið fram á reglugerð lilutaðeigandi líf- eyrissjóðs. Verði frumvarpið að lögum, má telja fullvíst, að sjóðirnir beiti sér allir fyrir slíkri endurskoðun og taki afstöðu til, á hvern hátt þeir vilja haga iðgjöldum sín- um og bótum með tilliti til hinna nýju að- stæðna, er þeir koma til viðbótar almanna- tryggingunum, en ekki í stað þeirra eins og áður. Rétt er að taka fram, að neíndin getur ekki fallizt á, að hverjum einstökum sjóð- lélaga verði gefinn kostur á að ákveða, hvort hann ciðlist aftur réttindi hjá al- mannatryggingum, né Jrá leið að skerða lífeyri Jreirra, sem greitt hal'a skert gjald til lífeyristrygginga um tíma, Jjar eð hvort- tveggja mundi hafa í íör með sér óeðlilega margbrotið eftirlit um áratugi og tæp- lega reynast fullnægjandi lausn. Það er einnig í samræmi við Jrann hátt, sem hafð- ur helur verið á viðurkenningu sjóða og afsali lífeyrisréttinda, að félagar hvers sjóðs fái í heild réttindi á ný. Nefndin ritaði umræddum 19 lífeyris- sjóðum bréf, Jrar sem greint var frá þeim breytingum, sem hún hafði í hyggju að leggja fram tillögur um. Óskaði hún um- sagnar sjóðanna um hugmynd Jressa, en tók jafnframt fram, að hefði svar ekki borizt l'yrir tilskilinn tíma, yrði litið svo á, að viðkomandi sjóðstjórn væri ekki mótfallin hugmyndinni. Bárust svör frá 6 sjóðum, öll neikvæð. Þar eð af sumum svörunum var ekki ljóst, hvað olli hinum neikvæðu undirtektum, og nefndinni þótti enn frem- ur rétt að veita Jreim sjóðstjórnum, sem ekki höfðu svarað, kost á að skýra sjónar- mið sín, gekkst nefndin fyrir fundi með stjórnum hinna viðurkenndu sjóða. Var Jrar gerð grein fyrir málinu af hálfu nel'nd- arinnar. Af fulltrúum 12 sjóða, sem þátt tóku í fundinum, tóku til máls fulltrúar 6 sjóða, sem ýmist töluðu fyrir hönd sjóð- stjórna eða létu í ljós eigin skoðanir. Voru fjórir hugmyndinni meðmæltir, en tveir lýstu yfir andmælum. Af hálfu einnar sjóð- stjórnar, sem andmælt hafði skriflega, var Jrví lýst yfir, að hún félli frá andmælum. Af liálfu Jaeirra tveggja, sem mótmæltu hugmyndinni, virtist mega ráða, að lána- sjónarmiðið væri þyngst á metunum, þ. e.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.