Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 30
24 SVEITARST JÓRNARMÁL að vegna uppgjörs fyrir liðinn tíma mundi draga nokkuð úr útlánum sjóðanna um sinn. Þar eð nefndin telur undirtektir liafa verið góðar og ekki komu fram aðrar til- lögur um iausn þessa máls, hefur hún í frumvarpinu lialdið fast við þá hugmynd, sem hún setti fram í áðurnefndu bréfi til lífeyrissjóðanna. Þó leggur hún til, að greiðsla fyrir liðinn tíma geti dreifzt á lengri tíma, og skýr ákvæði eru sett um það, hvernig reikna skuli lífeyri þeirra, sem ellilífeyri taka úr lífeyrissjóði í árslok 1963 og orðnir eru eldri en 67 ára. 2. Ríkisframfærsla sjúkra manna og ör- kumla. Lögin um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla voru mikil réttarbót fyrir ljölmarga þá, sem dveljast þurftu langdvölum í sjúkrahúsum eða á lrælum. Jafnframt tók ríkissjóður á sig byrðar, sem áður liöfðu getað orðið þungbærar fámenn- um sveitarfélögum. Eftir að komið var á lögboðnum sjúkra- tryggingum fyrir alla landsmenn, breytt- ust viðhorfin. Samkvæmt almannatrygg- ingalögunum njóta menn nú ótakmarkað- an tíma og án tillits til efnahags ókeypis vistar í sjúkrahúsum, sem sjúkrasamlög hafa samning við. Undanteknir þessu ákvæði eru þó þeir, sem haldnir eru elli- kröm eða alverlegum langvinnum sjúk- dómi, sem lögin um ríkisframfærslu taka til. í slíkum tilfellum greiðir sjúkrasamlag ekki sjúkrahúsvist lengur en 5 vikur alls, en síðan fer fram mat samkvæmt ríkisfram- færslulögum á efnahag sjúklings. Verði ekki talið, að um ríkisframfærslu geti orðið að ræða al’ efnahagsástæðum, falla allar greiðsl- ur vegna sjúkrahúsdvalar niður, einungis vegna þess, að um einhvern þeirra alvar- legu, langvinnu sjúkdóma er að ræða, sem nefnd lög taka til. Jafnvel þótt umsækj- andi reyndist styrkhæfur, greiðir ríkissjóð- ur ekki nema dvalarkostnaðar, en sveit- arfélög eða sjúklingar sjálfir verða að greiða afganginn. Þrátt fyrir þetta er mikil ásókn í að konia sjúklingum á ríkisframfærslu. Stafar sú ásókn af tvennu, annars vegar þvi, að ýntis hæli eru viðurkennd af ríkisfram- færslunni, þótt ekki sé um að ræða greiðslu dvalar af liálfu sjúkratrygginganna, svo og af hinu, að sjúkrahúskostnaður eins einasta langlegusjúklings getur reynzt ofviða fá- mennu sjúkrasamlagi. M. a. að þessu leyti er það augljós galli á sjúkratryggingunum íslenzku, hve sjúkrasamlögin eru mörg og ilest fámenn. Á ])ví leikur ekki vafi, að núverandi skipan þessara mála getur livorki talizt réttlát né hagkvæm. Fyrir liina tryggðu er það meginókosturinn, að greiðsla fyrir sjúkrahúsvist skuli algerlega geta fallið niður eftir 35 daga legu, sé um tiltekna alvarlega langvinna sjúkdóma að ræða. Verður að telja fráleitt, að trygging sjúkra- liúsvistar geti fallið niður eftir svo stuttan tíma vegna efnahags hins tryggða, ekki sízt, þegar þess er gætt, að stöðugt er stefnt í þá átt að gera bótarétt óháðan efnahag. Má á það benda í þessu sambandi, að hin- ir tryggðu eru að þessu leyti nú mun verr settir en á fyrstu árum alþýðutrygginga- laga, þegar allir, sem tryggðir voru í sam- lögum, áttu rétt á 6 mánaða sjúkrahúsvist án tillits til sjúkdóms og efnahags. í sam- bandi við umsóknir og úrskurðun um ríkis- l'ramfærslu er lögð mikil vinna af hálfu timsækjenda sjálfra eða aðstandenda þeirra, lækna og starfsmanna sveitarfélaga, ríkis og sjúkrasamlaga í samningu efnahags- skýrslna og læknisvottorða svo og með- höndlun þessara gagna, og ósjaldan snýst málið um það eitt, hvaða opinberir aðilar skuli bera útgjöldin vegna sjúkrahúsvistar viðkomandi manns.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.