Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 31
SVEITARST JÓRNARMÁL 25 Nefndin er þeirrar skoðunar, að æski- legast sé, að ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla verði lögð niður með öllu og mál hennar verði lögð undir sjúkra- og lífeyristryggingarnar. Af þeirri ástæðu lét nefndin árið 1961 fara fram rækilega at- hugun á skiptingu ríkislramfærslusjúkl- inga eftir þvi, í livaða bæjar- eða sýslufé- lagi þeir væru heimilisfastir. Var þetta gert til þess að fá úr því skorið, hvort viðun- andi jöfnun áhættunnar af langvarandi sjúkraliúsdvöl fengist með því að láta kaupstaða- og héraðssamlög tryggja sjúkra- húsvist að miklu eða öllu leyti. Athugun þessi leiddi í ljós, að byrðarnar mundu koma ntjög misjafnt niður, enda þótt hér- aðssamlög bæru þær í stað hinna fjölmörgu fámennu hreppasamlaga. Var því horíið frá jiessari hugmynd, en tvær aðrar leiðir ræddar. Sú fyrri er að takmarka ríkisfram- færsluna við fávita, berklaveika og geð- veika menn, láta lífeyristryggingarnar taka við l'rnmfærslu ellikramarsjúklinga, en sjúkrasamlögin við öðrum, en þó skuli framlærslu drykkjusjúkra manna utan við- urkenndra sjúkrahúsa komið fyrir með sér- stökum hætti. Síðari leiðin er í því íólgin að afnema ríkisframfærsluna með öllu í núverandi rnynd og hverfa jafnframt að mestu leyti frá því að greina á milli sjúk- dóma, lieldur skuli gamalt fólk dveljast í sjúkrahúsum eða hælum á kostnað lífeyris- trygginga, el dvölin er nauðsynleg af heilsu- larsástæðum, og sama gildi um varanlega öryrkja, sem vegna örorku sinnar þarfnast slíkrar dvalar. Að öðru leyti taki sjúkra- tryggingarnar að sér sjúkrahústryggingu Jreirra, sem nú eiga rétt á ríkisframfærslu. Þar eð ekki er gert ráð fyrir, að breyting Jæssi hafi í för með sér greiðslu af hálfu sjúkratrygginganna fyrir vist á annars kon- ar stofnunum en nú hafa viðurkenningu sem sjúkrahús, þyrfti að gera sérstakar ráð- stafanir vegna drykkjumannahæla, ef Jiessi leið yrði valin. Um hvoruga leiðina treystir nefndin sér til að gera tillögur á þessu stigi, en hún telur, að svo mikill ávinningur gæti orðið að síðari leiðinni, að rétt sé að kanna hana til hlítar, og skal Jjvx hér nánar að henni vikið. í fyrsta lagi hlýtur sú lausn að vera æskilegust, að ríkislramfærslan verði lögð algerlega niður, en Jxeir, sem liennar hafa notið, komi inn í hið almenna tiygginga- kerfi að svo miklu leyti, sem unnt er. Vegna skipulags sjúkiatiygginganna verður hins vegai', eins og áður er sagt, miklum erlið- leikum bundið að láta Jxá grein tiygging- anna taka við meginhluta byrðanna. Slíkt mundi enn fremur verða örðugleikum bundið vegna þess, að ýmsar þær stolnanii', sem viðurkenndar liafa verið af ríkisfram- færslunni, eru ekki viðuikenndar sem sjúkiahús, og má sem dæmi nefna sjúkia- deildir elliheimila og fávitahæli. Hvorug- um Jxessara agnúa er til að dreifa, ef lífeyr- istryggingar taka á sig Jxyngstu byrðarnar. í öðru lagi yiði aðeins hálíur ávinningur að breytingunni fyrir þá aðila, sem fram- kvæmd þessara mála annast, ef t. d. gamla fólkið yrði flutt af ríkisframíærslu yfir á lífeyristryggingarnar. Gera yrði ráð fyrir, að jafnfiamt yrði efnahagsviðmiðun hætt í sambandi við úiskuiði, og mundi Jxað bæði vera réttarbót og spara vinnu. Hins vegar mundi læknisfræðilega hliðin verða jafnflókin og áður, og í stað deilna milli einstakra sjúkrasamlaga og ríkisframfærsl- unnar mundu sjúkrasamlög og lífeyiis- tryggingar deila um það, hvorum aðilanum bæri að greiða sjúkiahúsvist í einstökum tilfellum. Læknisfiæðilega er oft miklum erfiðleikum bundið að skeia úr um slík atriði, og kæmi því til álita, hvort heppi-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.