Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 33
SVEITARST JÓRNARMÁL 27 hæð elli- og örorkulífeyris. Samsvara full mæðralaun, sem greidd eru, ef börnin eru þrjú eða fleiri, nú sem næst fjölskyldubót- um með sex börnum. Árið 1960, þegar upp voru teknar íjöl- skyldubætur með öllum börnum öðrum en þeim, sem barnalífeyrir lifeyristrygginga er greiddur með eða meðlagsskyldan föður eiga utan fjölskyldunnar, varð ekki um villzt, að samband það milli meðlaga, barna- lífeyris og fjölskyldubóta, sem valið hafði verið 1946, var mjög óheppilegt. Fjöldi barna, sem almannatryggingar greiða engar bætur með, er af þessum sökum undanskil- inn, þegar fjölskyldubætur eru veittar. Mæður margra þessara barna íá fyrir- greiðslu hjá Tryggingastofnuninni í sam- bandi við meðlagskröfur, en því aðeins er hægt að líkja þessu við bætur, að sveitar- félag verði samkvæmt framíærslulögunum að taka á sig greiðsluna fyrir föðurinn. Fyr- ir önnur börn, sem fjölskyldubætur eru ekki greiddar með, er ekki einu sinni um slíka fyrirgreiðslu að ræða. Til þess að koma í veg fyrir, að einstæðar mæður, sem barna- lífeyri fá með einu barni, fengju minni bótahækkun 1960 en hjón með eitt barn á framfæri, var gripið til þess ráðs að hefja greiðslu mæðralauna til einstæðra mæðra með eitt barn á framfæri. Raunveruleg bótahækkun gat þó aðeins talizt jafngilda fjölskyldubótum, að barnalífeyrir væri greiddur með barninu af Tryggingastofn- uninni eða meðlag af sveitarfélagi, þar eð ella var það faðirinn, sem greiddi hluta al' Jreirri hækkun, sem móðirin fékk. Nefndin hefur orðið sammála um að leggja til, að ljölskyldubætur skuli greiddar með öllum börnum án tillits til annarra bóta. Þrátt fyrir Jrað, sem að framan er rakið um samband milli fjölskyldubóta og barnalífeyris, hefur hún ekki talið rétt að lækka barnalífeyri um fjölskyldubótaupp- hæðina, en leggur í þess stað til, að barna- lífeyrir og fjölskyldubætur haldist Jrví sem næst óbreytt frá Jrví, sem Jjessar bætur eru nú, en mæðralaun með einu barni l'alli niður. Verður útgjaldaaukning með Jjessu móti miklum mun minni en hún yrði, ef sú almenna 7% bótahækkun, sem gert er ráð fyrir, að nái til annarra bótategunda, væri einnig látin gilda um Jjessar bætur samtímis umræddri grundvallarbreytingu. Yrði síðarnefnda leiðin valin, mundi út- gjaldaaukning nema 26 millj. króna, sem að dómi nefndarinnar mundi að nokkru leyti vera eðlilegra að verja til hækkunar annarra bótategunda. Með Jjeirri leið, sem nefndin hefur valið, njóta meðlagsskyldir l'eður einnig að nokkru góðs af breyting- unni, Jjótt fjölskyldubæturnar verði greidd- ar móðurinni, þar eð meðlög hækka ekki frá Jjví, sem þau eru nú. Til glöggvunar á Jjví, hver áhrif breyt- ingin hefur á hag einstakra bótajjega, skulu eftirfarandi dæmi tekin: Öryrki með 2 börn Öryrki með 5 börn Bætur á mánuði: Nú Samkv. frv. Nú Samkv. frv. Örorkulífeyrir........... kr. 1 520 kr. 1 520 kr. 1 520 kr. 1 520 Fullar makabætur1) .... -1216 -1216 -1216 - 1216 Barnalífeyrir............ - 1 420 - 1 400 - 3 551 - 3 500 Fjölskyldubætur.......... — 0 — 500 — 0 — 1 250 Samtals kr. 4 156 kr. 4 636 kr. 6 287 kr. 7 486 1) Heimildarbætur.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.