Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 34
28 SVEITARST J ÓRNARMÁL Ekkja2) nieð 1 barn Ekkja með 3 börn Bætur á mánuði: Nú Samkv. frv. Nú Samkv. frv. Barnalífeyrir........... kr. 710 kr. 700 kr. 2 130 kr. 2 100 Fjölskyldubætur ........ — 0 — 250 — 0 — 750 Mæðralaun .............. - 138 - 0 - 1 420 - 1 520 Samtals kr. 848 kr. 950 kr. 3 550 kr. 4 370 Auk þess verða, eins og áður er ritað, fjölskyldubætur samkvæmt frumvarpinu greiddar með mörgum börnum, sem engra bóta hafa notið hingað til. Neíndinni jDykir að lokum rétt að benda á, að raunverulega eru nú veittar Jrrenns konar fjölskyldubætur vegna barna, þ. e. fjölskyldubætur almannatrygginga, sem eru fólgnar í beinum greiðslum til bótajrega, og enn fremur tekjuskatts- og útsvarsfríðindi, sem hvortveggja eru fólgin í, lækkun opin- berra gjalda. Ástæða gæti verið til að athuga mál Jressi í einni heild, og vafalaust yrði framkvæmd Jreirra einfaldari en nú, ef bæt- ur væru einungis veittar af einum aðila. 4. Slysabætur. í I., 7. hér að framan er drepið á frumvarp Geirs Gunnarssonar og Hannibals Valdimarssonar um sérstakar ör- orku- og dánarbætur sjómanna. Við með- ferð málsins á Alþingi kom fram Jrað álit meiri hluta heilbrigðis- og félagsmálanefnd- ar neðri deildar, að fylgja bæri þeirri meg- inreglu, að örorku- og dánarbætur vegna slysa skuli vera hinar sömu fyrir alla, en hins vegar Jryrfti að hækka verulega slysa- og dánarbætur. Samkvæmt tillögu nefndar- innar var frumvarpinu vísað frá með rök- studdri dagskrá Jress efnis, að í trausti Jress, að örorkubætur vegna slysa og dánarbætur, sem almannatryggingarnar greiða, verði 2) Undir 50 ára aldri við andlát mannsins, ella kemur ekkjulífeyrir til viðbótar, og ávallt greiðast hærri bætur fyrsta árið. hækkaðar, í framhaldi af þeirri endurskoð- un, sem fram fer á almannatryggingalög- um, tæki deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Sú skoðun, að örorku- og dánarbætur al- mannatrygginga skuli vera hinar sömu fyr- ir alla án tillits til, hvaða atvinnuveg menn stunda, er í samræmi við álit nefndar, sem árið 1959 var skipuð til að endurskoða ákvæði almannatryggingalaga um upphæð slysabóta. Samkvæmt tillögum Jreirrar nefndar var með lögum nr. 13/1960 af- numin sú sérstaða um dánarbætur, sem lögskráðir sjómenn höfðu haft um nokk- urra ára skeið. Endurskoðunarnefnd almannatrygginga hefur miðað starf sitt við framanritaða meginreglu. Sjómenn og ýmsar aðrar stéttir hafa við kjarasamninga lagt ríka áherzlu á tryggingamál, og er líklegt, að svo verði íramvegis, enda er eðlilegt, að Jreir, sem búa við verulega slysahættu, gefi þessum málum meiri gaum en aðrir. Þegar slys liefur átt sér stað, gildir það hins vegar einu fyrir Jjann, sem fyrir Jrví hefur orðið, og aðstandendur hans, hvort líkurnar fyrir slysi hafi fyrirfram verið taldar miklar eða litlar, og getur tæplega talizt eðlilegt að láta slíkt ráða upphæð bóta frá almanna- tryggingum. Nefndin tók fyrst til athugun- ar, hvort fært þætti að fella þá aukatrygg- ingu — kr. 200 000.00 við örorku eða dauða —, sem sjómenn hafa nú samkvæmt fjöl- mörgum kjarasamningum, að einhverju eða

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.