Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1963, Blaðsíða 37
SVEITARST J ÓRNARMÁL 31 mismunandi iðgjöld með tilliti til launa- réttar, hefur nefndin orðið sammála um að gera tillögu um breytingu á umræddum ákvæðum, sbr. síðustu málsgrein 35. grein- ar og næstsíðustu málsgrein 50. greinar frumvarpsins. Til álita kom að binda rétt vinnuveitanda við laun umfram 14 daga, þar eð mikill fjöldi starfsmanna á löghelg- aðan rétt til launa þann tíma, sbr. lög nr. 16/1958, en horfið var lrá því, þar eð hin nýju ákvæði kæmu þá tæplega að gagni þeim, sem ekki eiga þann rétt en leitast við að ná með samningum lrekari rétti en þeir eiga nú. Eins og áður er sagt, var elli- og örorku- lífeyrir með lögum nr. 89/1962 hækkaður um 7% frá 1. júní 1962 að telja. Að undan- teknum ljölskyldubótum, barnalífeyri og mæðralaunum með einu barni, sem gerð er grein fyrir í III., 3. hér að framan, hefur nefndin yfirleitt gert ráð fyrir 7% hækk- un annarra bóta, og enn meiri hækkun, hafi hún sérstaklega talið hennar jDÖrf með hliðsjón af öðrum bótum, sbr. það, sem að l'raman er sagt um fæðingarstyrk og slysa- bætur. Allmikil hækkun er á ekkjubótum samkvæmt 19. gr. lrumvarpsins, og ekkju- lífeyrir verður mun ríflegri en áður, sbr. 20 gr. Lágmark sjúkradagpeninga meira en tvöfaldast, og margs konar breytingar eru gerðar á dagpeningaákvæðunum að öðru leyti, sbr. 50. gr. Allar bótaljárhæðir eru reiknaðar í heilum krónum og mánaðar- greiðslur í heilum tugum eða jafnvel hundr- uðum, þar sem því hefur þótt verða við komið. Um öll þessi atriði skírskotast til athugasemda um einstakar greinar. Efnisskipan er að mestu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Þó hafa ákvæðin um frjálsa slysatryggingu (42. gr. laganna) verið flutt í kaflann um almenn ákvæði (82. gr. frum- varpsins), og ákvæði 2. málsgr. 62. gr. lag- anna liafa verið flutt í 49. gr. lrumvarpsins. Þá skal vakin athygli á, að ákvæði 63. gr. laganna um, að erlenclur ríkisborgari, sem öðla/t hefur rétt til dagpeninga eða lífeyris frá slysatryggingunum, skuli halda þeim rétti, þótt hann flytjist al landi brott, hafa verið felld niður. Neíndin telur rétt, að þetta gildi um alla bótaþega slysatrygginga, enda eru engin ákvæði í sjálfum slysatrygg- ingakaflanum, sem hindra slíkt. IV. Fjárhagsatriði. Erlitt er að áætla þá útgjaldaaukningu almannatrygginga, sem samþykkt frum- varpsins mun hafa í för með sér, þótt um einstaka stóra liði sé fyrir hendi allnákvæm vitneskja. Áætlun sú, sem Tryggingastoln- unin hefur látið semja og birt er hér á eftir sem fylgiskjal, er því gerð með fyrir- vara um ýmis atriði, en með henni fæst gott heildaryfirlit um útgjöldin. Greina má á milli ferns konar útgjalda- aukningar, í fyrsta lagi útgjalda vegna þess, að félagar lífeyrissjóða fá allir íull réttindi hjá almannatryggingum, í öðru lagi greiðslna dagpeninga til vinnuveitenda, þegar þeir greiða laun í veikinda- og slysa- forföllum, í þriðja lagi hækkana eða aukn- ingar einstakra bótategunda og í fjórða lagi hækkana til samræmis við kauplags- breytingar. Réttindi Jjau, sem gert er ráð fyrir, að félagar lífeyrissjóða Jaeirra, er um ræðir í III., 1. hér að framan, fái, hafa í för með sér veruleg útgjöld, og munu þau vaxa hlutfallslega á næstu áratugum vegna breyttrar aldursskiptingar í sjóðunum. Ið- gjöld einstakra almennra iðgjaldsgreiðenda munu ekki hækka af þessum sökum, þar eð þeim fjölgar mjög, sem greiða full iðgjöld,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.