Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 3

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 3
SVEITARSTJORNARMAl 23. ÁRGANGUR 2. HEFTI TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRÁ SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA RITSTJÓRl OG ÁBYRGÐARMAÐUR: JONAS GUÐMUNDSSON Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Póslhólf 1079, Reykjavik. BREYTING Á LÖGUM mn tekjustofna sveitarfélaga. OVO SEM kunnugt er voru sett ný lög um tekjustofna sveitarfélaga á s.l. ári — 1962 — og komu þau þá þegar til fram- kvæmda. í þeim lögum voru mörg nýmæii, sem að sjálfsögðu orka tvímælis, og reynslan verður að skera úr um, hvernig gefast. Eitt þeirra atriða í tekjuföggjöf sveitarfélag- anna, sem miklum ágreiningi hefur valdið undanfarna áratugi, og oft hefur verið rætt og ritað um, er skipting útsvara milli sveit- arféiaga, ef útsvarsskyldur aðiii starfrækir atvinnu eða verzlunarfyrirtæki í annarri sveit en lögheimilissveit sinni. Flestir, sem nálægt málum þessum koma, munu vera þeirrar skoðunar, að rétt sé að afnerna þessa skiptingu að svo miklu leyti, sem unnt er, því hún skapar margs konar óþægindi í samskiptum sveitarstjórna og viðskiptum þeirra við gjaldþegnana. Með hinum nýju tekjustofnalögum frá 1962 var að því ráði horfið, að hætta að mestu við skiptingu tekjuútsvara, en heim- ila sveitarstjórnum að taka upp aðstöðu- gjöld, sem fyrirtæki og einstaklingar, sem atvinnurekstur stunda, greiða á Jaeim staðr Jjar sem atvinnurekstur þeirra fer fram. Fær Jrá livert sveitarfélag aðstöðugjald í samræmi við Jjann rekstur, sem fram fer innan umdæmis þess. Með landsútsvörum. átti svo að jafna þann mun, sem verða kynni af missi tekjuútsvars, sem óvíða var mikill. Áður en aðstöðugjaldið var lögleitt, liöfðu langflestar sveitarstjórnir haft Jjann hátt á. að leggja svokölluð „veltuútsvör“ á atvinnu- reksturinn, til Jjess að ná einhverjum tekj- um af fyrirtækjunum, sem alla jafna töldu sig tapa á rekstrinum svo af þeim var sjaldn- ast tekjuútsvar að fá. Allir Jjekkja Joá sögu,, og jjarí ekki að segja hana hér frekar. Em Jjegar til framkvæmdanna kom, brá svo við, að sums staðar Jjótti aðstöðugjaldið of lítill skattur á fyrirtækin, Jjví vitað var, að Jjau skiluðu verulegum hagnaði, jafnvel Jjótt að- stöðugjöld væru gerð frádráttarbær við. framtal. Hlýtur hér annaðhvort að hafa gerzt að viðskipta- eða framleiðsluaðstaða hefur batnað svo mjög frá Jjví, sem áður

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.