Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 4
2 SVEITARST JÓRNARMÁL- var, að röskun hefur komizt á af þeim ástæð- um, eða að liinu eldra fyrirkomulagi hefur verið verulega áfátt. En hver sem ástæðan var eða er, komu fljótt fram raddir um, að það fyrirkomulag, ■sem upp var tekið í hinum nýju lögum, verkaði þannig á ýmsum stöðum, að sveitar- félögin biðu fjárhagslegt tjón af því. Vera má, að svo sé, meðan hið nýja kerfi er að komast á, en varlega ætti að fara í miklar breytingar fyrr en meiri reynsla er fengin. Á Alþingi því, sem lauk störfum í apríl s.l., voru bornar fram nokkrar tillögur til breytinga á lekjustofnalögunum og var ein þessara breytinga samþykkt. Breytingin er í því fólgin, að tekin er upp á ný skipting tekjuútsvars. Ef gjaldandi „rekur atvinnu- stöð utan lögheimilissveitar eða í fleiri en einu sveitarfélagi, skal skipta útsvari, sem lagt er á tekjur, á milli hlutaðeigandi sveit- arfélaga“. Reglur um skiptinguna eru í að- aldráttum ákveðnar í lögunum, en með reglugerð setur ráðherra nánari ákvæði þar um. Hér fer á eftir hin breytta lagagrein og æru nýmælin skáletruð. 30. gr. a. Hvert sveitarfélag leggur útsvar á sína íbúa, sbr. 13. gr. laga nr. 35/1960, um lögheimili. b. A aðra aðila skal lagt í því sveitarfélagi, þar sem aðalstarfsemi þeirra fer fram. -c. Þar í sveit skal útsvar gjalda, sem það var á lagt, og á hún allt útsvarið. ■d. Þó skal skipta útsvari á milli sveitarfé- laga: 1. ef gjaldandi flyzt búferlum á milli þeirra á árinu, áður en útsvarið var á lagt. Útsvari skal skipt i réttu hlut- falli við þann tima, sem gjaldandi átti lögheimili i hvoru eða hverju sveitar- félagi. 2. ef útsvarsgjaldandi rekur atvinnustöð utan lögheimilissveitar eða i fleiri en einu sveitarfélagi, skal skipta útsvari, sem lagt er á tekjur, á milli hlutað- eigandi sveitarfélaga, svo sem hér seg- ir: Útsvarinu skal skipt á milli sveitar- félaganna, miðað við verðmœti fram- leiddrar vöru eða veittrar þjónustu, viðskiptaveltu, starfsmannafjölda, nýt- ingu fastafjármuna og annað, sem skipt getur rnáli. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvceði urn skipt- ingu útsvara skv. þessum tölulið. e. Engin sveit getur krafizt hluta af útsvari skv. d-lið, 1. tl., nema gjaldandi hafi átt þar rétt lögheimili a. m. k. þrjá mánuði á árinu, sem hann fluttist. Sveitarfélag, þar sem útsvar er á lagt, hlýtur aldrei rninna en 14 hluta af útsvari, sem skipt er skv. d-lið 2, og eigi verður útsvari þá skipt, nema i hlut þess sveitarfélags, sem skiptakröfu gerir, komi a. m. k. kr. 25000.00; þó má fjárlueðin lcegri vera, ef hún eigi að siður nemur a. m. k. 5% af lieildarútsvörum þess sveitarfélags, er kröfuna gerir. Tekjuútsvari aðila, sem jafnframt greiðir landsútsvar, skal ekki skipt. f. Kröfuna um útsvarsskipti samkvcemt þessari grein, ásamt upplýsingum um búferlaflutning eða þau atriði, sem um rceðir i 2. tl. d-lið, skal senda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert til sveitarstjórnar, þar sem útsvar skal á lagt. g. Að lokinni niðurjöfnun sendir sveitar- stjórnin kröfuna, með umsögn, til skatt- stjórans í umdæmi sínu til úrskurðar, nema samkomulag verði um aðra máls- meðferð. h. Skattstjóri sendir báðum (öllum) aðildar- sveitum þegar úrskurð um skiptinguna,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.