Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 5
SVEITARSTJORNARMAL 3 Sveitarfélög í hnotskurn: KeflavíkurkaupstaSur og Njarðvíkurhreppur. X /fEÐAL þeirra sveitaríélaga, sem örast hafa vaxið að íbúafjölda á umliðnum tveimur áratugum, eru Keflavíkurkaupstað- ur og Njarðvíkurhreppur. íbúatalan í Kefla- vík hefur meira en þrefaldast frá árinu 1942 og ef litið er á sveitarfélögin sem heild hef- ur íbúatalan í þeim fjórfaldast síðan í stríðsbyrjun. Keflavíkurkauptún var á árinu 1908 greini frá Rosmhvalaneshreppi og samein- að Njarðvíkurhreppi og hét síðan Kefla- víkurhreppur, og það ár kom fyrsti vélbát- urinn í plássið. Byggðin óx síðan upp kring- um sjósókn og vélbátaútgerð fram að stríðs- byrjun. Á árinu 1940 er íbúatalan 1338. Með byggingu flugvallar fluttist margt verkafólk til Keflavíkur og nágrennis. Njarðvíkur urðu sérstakt sveitarfélag með lögum, sem tóku gildi hinn 1. janúar 1942. Við skiptinguna voru 1444 íbúar í Kefla- víkurhreppi en 278 í Njarðvíkurhreppi. Tíu árum síðar, liinn 1. desember 1952, voru íbúar Keflavíkur 2630 og Njarðvíkur 644. Keflavík hlaut kaupstaðarréttindi 1. apríl 1949 og er nú fimmti stærsti kaupstaðurinn á landinu með 4819 íbúa hinn 1. des. 1962. Og þá voru í Njarðvíkurhreppi 1320 íbúar, svo samanlögð íbúatala sveitarfélaganna er því 6139. Enda þótt varnarliðsíramkvæmdir hefðu dregið til sín nokkuð vinnuafl á árunum 1953 og 1954, hefur vélbátaútgerðin Jtó um- fram annað stuðlað að vexti byggðarinnar. Keflvíkingar eiga nú 55 fiskibáta. Eru flest- og er heimilt að áfrýja til ríkisskatta- nefndar. i. Afrýjunarfrestur er mánuður, frá því tilkynning um úrskurð var póstlögð. j. Eigi verður útsvar lagt á aðila, nema í einu sveitarfélagi á sama ári. k. Nú stundar gjaldþegn fasta atvinnu, ut- an heimilissveitar og rneiri hluti atvinnu- tekna hans stafa frá þeirri atvinnu, en útsvör verða talin hlutfallslega lægri í heimilissveit hans en atvinnusveit, svo að nemi a. m. k. 10%, og getur þá at- vinnusveit krafizt Jress, Jrótt útsvari gjald- Jregns sé ekki skipt, að hann greiði henni útsvar, sem nemur þeirri upphæð, er honum hefði borið að greiða í atvinnu- sveit umfram það, er hann greiðir í heimilissveit. Heimilissveit er skylt að innheimta útsvarsauka þennan, sam- kvæmt úrskurði skattstjóra í umdæmi heimilissveitar, og standa atvinnusveit skil á honum. Úrskurði skattstjóra má áfrýja til rikisskattanefndar eftir al- mennum reglum, sbr. i-lið. Gjaldþegn getur og áfrýjað með sama fresti. Lögin öðlast þegar gildi og í bráðabirgðá- ákvæði segir: „Krafa um útsvarsskipti sam- kvæmt 30. gr. d, 2. tl. vegna álagðra útsvara 1963 skal send fyrir 31. maí 1963, ásamt upplýsingum samkv. 30. gr. f.“ /. G.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.