Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 8
6 SVEITARST JÓRNARMÁL eða tvö sveitarfélög, er á valdi íbúanna, við- komandi sveitarstjórna og Alþingis. Ástæð- an til aðskilnaðarins á árinu 1942 var sú, ■að íbúum Njarðvíkur þótti að byggðin þar væri liornreka um framkvæmdir og afskipt um þjónustu, og er þetta sama ástæðan og ráðið hefur mestu um skiptingu margra sveitarfélaga á liðnum árum. Svo virðist sem flestir geri ráð fyrir, að byggðin umhverfis landshöfnina verði eitt sveitarfélag í framtíðinni. Það væri ekki ■óeðlilegt. Ef menn telja æskilegt, að sam- ■eining sveitarfélaganna eigi sér stað, væri rétt að taka til athugunar, hvort ekki mundi heppilegra að það yrði heldur fyrr en síðar. Sé talið of langt gengið með algerri sam- •einingu, væri þá ekki þörf á að finna skipu- legt form fyrir náið samstarf á ýmsum svið- um milli sveitarfélaganna? Engar ákveðnar itillögur eru Jdó á lofti í þessum efnum, en :nauðsynlegt er, að menn geri'sér grein fyrir Jjví, hvernig farsælast sé að haga fram- Forsíðumyndin. A forsíðunni er loftmynd, sem Heimir Stígsson, ljósmyndari, tók yfir Keflavíkurkaupstað. Sér Jrar yfir hverfi nýlegra íbúðarhúsa. Á rniðri mynd er almenningsgarður, skrúð- garður með hárri fánastöng, sem á að vera minnismerki um lýðveldis- stofnunina 1944. Húsið á miðri mynd er barnaskóli við Sólvallagötu. Til hægri sézt sjúkrahúsið. Ljósmyndin birtist áður í tímaritinu Faxa, en J:>að er myndarlegt bæjarblað í Keflavík. kvæmdarstjórn byggðarinnar á hverjum tíma og að vinnubrögð dagsins í dag séu einnig miðuð við þarfir framtíðarinnar. En Jjetta er hluti af stærra viðfangsefni, sem ekki verður lengra farið út í að sinni, en Jjað er hin æskilega stærð sveitarstjórnar- umdæmisins, en það er þó málefni, sem hollt er að hugleiða hverjum þeim, sem framkvæmdastjórn sveitarfélaganna annast. U. Stef. ♦---------------------------------------♦ Orðsending frá ritstjóra. Sú breyting hefur nú verið gerð á dreifingu tímaritsins, að hér eftir verð- ur J^að sent beint til einstakra full- Lrúa í sveitarstjórn Jjeirra sveitarfé- laga, sem áskrifendur eru að tímarit- inu, og þá aðeins eitt eintak til odd- vita. Áður voru oddvita send öll lieft- in og höfðu ýmsir orð á því, að hitt væri þægilegra. Lá beint við að taka Jrann liátt upp eftir sveitarstjórnar- kosningarnar. Breyting þessi [jykir vafalaust til batnaðar. ☆ Af þessu leiðir nokkuð aukinn dreifingarkostnaður, og vegna hækk- unar á prentunarkostnaði og öðrum útgjaldaliðum við útgáfu tímaritsins, þykir stjórn sambandsins óhjákvæmi- legt að liækka áskriftargjaldið úr 75 krónum, sem það hefur verið um nokkur ár, í 100 krónur. Er þess vænzt, að þessi hækkun Jjyki ekki of mikil, enda er nauðsynlegt að geta kostað nokkru til útgáfunnar án þess að af því hljótist halli á rekstrinum. Kemur þessi hækkun til framkvæmda á næsta gjalddaga, liinn 1. ágúst 1963. ♦---------------------------------------1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.