Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 10
8 SVEITARST JÓRNARMÁL Ný lög um lögreglumenn. TJlNN 9. APRÍL síðaslliðinn voru sam- A þykkt á AJþingi ný log um lögreglu- menn. Voru þar lögteknar verulegar breyt- ingar á fyrirkomulagi lögreglumálefna í landinu, sérstaklega livað snertir skiptingu löggæzlukostnaðarins milli ríkisins og sveit- arféláganna. Breytingar þessar beinast allar inn á þá braut, sem Samband íslenzkra sveit- .aríélaga og önnur samtök sveitarfélaga liafa ;á undangengnum árum lagt til að farin yrði. Áður en gerð verður grein fyrir einstök- um efnisatriðum nýju löggjafarinnar er rétt að benda á nokkur atriði unr aðdraganda þessarar lagabreytingar, sem staðið ltefur yfir í nærfellt tvo áratugi. ☆ Fyrri lög um lögreglumenn voru frá ár- inu 1940, en voru að meginefni til frá ár- inu 1933. Aðalreglan í þeim lögum var sú, að heimilt var að hafa lögregluþjóna í sveit- arfélögum, sem höfðu 1000 íbúa eða fleiri ■og skyldi ríkissjóður greiða ]/6 hluta lög- gæzlukostnaðarins en „þó eigi fyrr en að minnsta kosti einn liigregluþjónn kemur á hverja 700 íbúa“. Þessi skipan gafst illa. Stærri kaupstað- árnir, svo sem Akureyri, gátu ekki notið .ríkislramlags af þeirri ástæðu, að lögreglu- menn bæjarins voru ekki nógu margir til að fullnægt yrði þessu síðastnefnda ákvæði laganna. Annars staðar var það reynt með þeirri óheilbrigðu viðleitni að hafa lög- reglumenn fleiri en nauðsyn bar til og áii þess að bæjarstjórnin hefði nokkur umráð )fir störfum þeirra. í annan stað skapaði þessi regla mikið misrétti milli bæjanna. Mestu agnúa laganna var reynt að sníða af með því annars vegar að setja niður ríkis- lögreglumenn á nokkrum stöðum, svo sem 2 á Akureyri, 2 í Hafnarfirði og einn í Keflavík, Siglufirði, í Kópavogi og á Seyðis- firði og hins vegar með sérstökum fjárveit- ingum til sumarlöggæzlu og vertíðarlög- gæzlu og þó mjög af handahófi. Þegar á heildina var litið, voru útgjöld kaupstaðanna til löggæzlumála svo misjafn- lega há, að ekkert eðlilegt samræmi var þar á milli. ☆ A landsþingi Sambands íslenzkra sveitar- félaga árið 1946 var kosin þriggja manna nelnd, sem skyldi taka til rækilegrar athug- unar alla skipan löggæzlu í landinu, og á fundi bæjarstjóra árið 1951 var samið frum- varp til laga um lögreglumenn. Var þar gert ráð íyrir að ríkissjóður greiddi allan kostnað við íramkvæmd löggæzlu í landinu. Ætlunin var að fá Jsetta írumvarp flutt á Alþingi ásamt frumvarpi til laga um hlut- deild sveitaríélaga í söluskatti, og voru þessi frumvörp hugsuð sem bráðabirgðaúrlausn á fjárhagsvandræðum sveitarfélaganna. Var það meginkrafa fundarins til þáverandi rík- isstjórnar og Alþingis, að þá þegar yrði létt af sveitarfélögunum öllum kostnaði við lög- gæzlumál.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.