Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 13
SVEITARST JÓRNARMÁL II ÞÓRIR BALDVINSSON: Umgengnin T7RÁ ALDA ÖÐLI hefur borgum og bæj- um verið valinn staður við árósa, í fjarðarbotni eða við krossgötur á bökkum stóránna. Þannig standa margar af kunn- ustu borgum Evrópu við ár eða fljót. Lond- on við Thamesá, París við Signu, Hamborg við Elbu og Köln við Rín. Einu sinn voru þessar ár hin fegurstu náttúrufyrirbæri, margrómaðar og dáðar í ljóðum og söngv'- um. Sá tími er löngu liðinn. Nú eru þær hroðaleg skólpræsi. Þær flytja draf stórborg- anna til hafs. Þær rnora af banvænum bakteríum og gerlum og því öðru, sem venjulegum skólpræsum fylgir. Það er sama sagan um allan heim og sama vandamálið. Fjölgun fólksins og vöxt- ur borganna er hraðstígari en allar öryggis- hreppsins og sjúkrasamlag, svo og önnur þau fyrirtæki, sem hreppurinn þarf að veita forstöðu og annast bókhakl fyrir, svo sem útgerðarfyrirtæki, sem hreppurinn á hlut í og aðrar framkvæmdir, er ráðist verður í á vegum hreppsins á ráðningartíma sveitar- stjóra. Samþykkt þessi, sem hreppsnefnd Stokks- eyrarhrepps hefur samið og samþykkt, stað- festist hér með samkvæmt lögum nr. 58 29. marz 1961, til að öðlast gildi þegar í stað. Félagsmálaráðuneytið, 16. marz 1963. Emil Jónsson. Hjálmar Vilhjálmsson. í landinu. ráðslafanir. Skammsýni og kæruleysi stuncl- arhagsmuna á einnig sinn þátt í óförunum, og þar sem verst er komið, liggur við borð,. að mannskepnan eitri sig út úr iilverunni„ ef ekki iinnast ný ráð. í Bandaríkjunum er ástandið jafnvel enn- þá verra en í Evrópu. Urn 1500 kílómetrar af austurströnd landsins eru að heita má samfellt þéttbýli, bæir, þorp og stórborgir. Skólpið frá híbýlum þessa ótrúlega mann- íjölda, sem þarna býr, litar nú sjóinn með allri þessari strönd og það meira að segja langt til hafs. Fjörurnar verða þeframmari og liættulegri íbúunum dag frá degi og borg- irnar halda áfram að vaxa. í Miðríkjunum er eitrun stórvatnanna hróplegt vandamáL Þar stendur Chicago á bökkum Michigan- vatnsins. Skólpeyðingarstöð Chicago er eitt af mestu mannvirkjum veraldarinnar. — Reynt er þar að eyða eituráhrifum skólps- ins með gerlum, síurn og súrefnisáhrifum. Þrátt fyrir ótrúlegan tilkostnað hefur yfir- völdum borgarinnar ekki lekizt að ráða við vandamálið og blasir nú við gjöreyðing alls fiskistofns vatnsins og eitrun stranda þess,. ef ekki fæst að gert. Við skoðun þessara mála er vert að renna' huganum að því, hvar við eruni á vegi staddir hér heima og hvers við höfum þar að gæta. Vonleysisaðstaðan, sem ýmsar aðr- ar þjóðir búa við í þessum efnum, er hér ekki til staðar enn sem komið er og við

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.