Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 14
12 SVEITARST JÓRNARMÁL megum ekki láta hana verða til. Við þurf- -um að halda íslandi hreinu. Fátækt liðinna alda átti sinn þátt í því, að við tókum við því hreinu úr höndum feðra okkar. Við vorum bændaþjóð, lifðum eins og hirð- ingjar að ýmsu leyti, skildum eftir fá eða engin rnerki mannvirkja, er sett gátu varan- Jegan svip á umhverfi til góðs eða ills. Við imnum með náttúrunni. Hús og fátækleg mannvirki voru reist úr efnum jarðvegsins og hurfu til hans aftur að loknu hlutverki sínu. I fátækt okkar itrðum við að nýta allt, hirða allt, geyma allt svo að grípa mætti lil þess, ef á þyrfti að halda. Engu var fleygt. Engri fjöl eða spýtu, engum nagla eða járni. Sorphaugur í eiginlegri merk- ingu var ekki til á íslandi af þeirri ein- földu ástæðu, að um ekkert sorp var að ræða. Matarleifar og matarúrgangur, sem jafnan var harla lítið um, var notað sem fóður hunda eða gefið búpelningi. Svo gekk ný öld í garð. Fjárráð fólksins itóku að aukast. Hirðusemin og nýtnin virt- ist í fljótu bragði ekki eins nauðsynleg og áður. Eoks urðu íslendingar svo ríkir, að þeir eignuðust sorphauga. Það undarlega er, að vísindi og tækni hafa um gjörvallan heim verið þrotlausir veitendur sorphauganna. Þau sjóða saman alls konar efni, sem náttúruöflin eiga oft óhægt með að tortíma, þótt tækið úr þessu sama efni hafi oft raunalega litla endingu. Þetta heyrir stundum undir hentuga ver/.l- .unarhætti og þýðir lítið um að fást. • Á íslandi vaxa nú upp bæir, þorp og borgir. Þéttbýlið vex og með því umgengn- isvandamálin og hætturnar. Vandamál okk- ar er að fyrirbyggja þessar hættur, áður en þær vaxa okkur yfir höfuð og spillingin og viðurstyggðin verður óviðráðanleg eða óbætanleg. Við eigum að geta lært af óför- um annarra og mistökum okkar sjálfra. Hér er þó við ramman reip að draga. Við íslendingar erunr í rauninni ennþá bændaþjóð, og við erurn viðvaningar í borg- arlífi. Ýmsir uppeldishættir okkar og um- gengnishættir sýna þetta ljóslega. Okkur lærist með tímanum, en meðan það tekst ekki til fulls, hlýtur ýmislegt að fara for- görðum. Fyrst er að gera sér þetta ljóst og þá er frekar hægt úr að bæta. Það verður að segja það hér, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að hirðu- leysi og sóðaskapur er ákaflega áberandi þáttur í fari þeirrar kynslóðar, sem nú byggir landið. Það skal þó viðurkennt, að það er eins með sóðana og þá, sem valda óró á mannfundum, að þeir koma óorði á heildina, þótt þeir séu raunar í minnihluta. Fálæti um sóðaskap af hálfu þeirra manna, sem kjörnir hafa verið til að ráða fyrir lieildina, er að vísu sóðaskapur á sinn hátt, ef ekki fákænska eða skammsýni. Ef til vill mætti líka flokka allan sóðaskap undir greindarskort, í hvaða mynd sem hann birt- ist. • Merki um íslenzkan sóðaskap eru fleiri en svo, að upp verði talin. Þau eru mest áberandi í þéttbýlinu. í flögum og melbörð- um, skurðum, gryfjum og sjávarbökkum í umhverfi smábæja og Jiorpa hafa grunn- hyggnir vandræðamenn losað úr kirnum sínum, kerrum eða bílum og Jiar blasir ósóminn við, járnarusl, sementsdrasl, spýtnabrak, dósagums og annar viðbjóður. Ár eftir ár lirópar Jietta að gestum og gang- andi úr sama barðinu eða sama melnum að viðbættum nýjum heiðursstöðum fyrir þetta góðgæti. í sjávarþorpum eru fjörur oftast

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.