Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 16
14 SVEITARST J ORNARMÁL un borgarinnar, skuli láta óaðgert í þessu efni enn þann dag í dag. Hörmuleg er oft umgengni á fögrum stöð- um eftir hópsamkomur. Ég hef séð Húsadal í Þórsmörk eftir eina verzlunarmannahelgi í svo herfilegu ástandi, að hægt var að fyrir- verða sig fyrir að vera íslendingur. Tjald- fólk það, sem skildi þar eftir drafið í bæl- um sínum, hefði heldur átt að velja sorp- haugana á Seltjarnarnesi fyrir tjaldstæði sín en græna lundi Þórsmerkur. Það er erfitt að skilja, hvers vegna sú manntegund, sent allt- af þarf að saurga umhverfi sitt með sóða- skap, skuli yfirleitt fara á fagra staði. Stórvítaverður er sá háttur manna að kasta flöskum, bréfum og pappahylkjum út úr bifreiðum á þjóðvegum. Geta má nærri, hvernig umhorfs verður þá er stundir líða ef slíku lieldur áfram. Raunar geta kauða- legir söluskúrar við þjóðvegi einnig heyrt undir eins konar sóðaskap 'og þyrfti þar eitthvert eftirlit. Ætti ekki að vera leyfilegt að reisa slíka skúra nema með samþykki vegamálastjóra og viðkomandi sveitarfélags. Hið sama ætti að gilda um brúsapalla. Misjöfn er mjög umgengni í umhverfi sveitabýla. Þar er ný hætta vegna ónýtra véla og tækja úr stáli og járni, sem oft virð- ist skilið eftir utangarðs í haga eða undir bæjarvegg og liggur þar stundum árum sam- an, ryðgað og grett. Slíkir gripir setja furðu- legan óhirðublæ á sveitabæina og merkja þá sínu ntarki. Ömurlegt er einnig að sjá alls konar reiðskap, vélar, tunnur og tjasl í reiðuleysi um bæjarhlað og það eins, þótt í notkun sé. Er slíkt alltaf óþarft. Sorpið á sveitabýlunum hefur reynzt ýms- um vandamál, og má sjá þess leiðinleg merki. Aðrir hafa leyst þetta á ofur ein- faldan hátt. Þeir grafa djúpa gryfju á hverju vori á afviknum stað. Þessi gryfja er höfð nægilega stór fyrir eins árs sorp. Næsta vor Eftir þvi sem sveitarfé- lögin verða betur búin mikilvirkum vélum, œtti það hvergi að vera þeim fjárhagslega ofviða að koma sorþinu i jörðu niður með þeim hœtti að ekki hljótist of mikil landsþjöli af. I lausum jarðvegi cr auðvelt að láta jarðýtu grafa fyrir haugstœði og jafna siðan yfir á ný. Myndin er táknrten, gœti verið tek- in hvar sem er, og minn- ir á, Iwort ekki sé tima- brert að senda jarðýtuna á ruslahauginn.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.