Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 17
SVEITARST JÓRNARMÁL 15 er gryíjan vandlega byrgð og ný grafin og þannig koll af kolli. Hin rétta leið er alltaf auðveld. Erfiðari er ráðstöfun skólps og affalls sal- erna. Lengst af hefur tíðkazt að veita því í læki, ár eða sjó, en svo sem áður var getið hefur dýrkeypt reynsla annarra sýnt, að þetta má ekki gera. í Reykjavík hefur öllu skólpi verið veitt skemmstu leið í sjóinn frá fyrstu tíð. Skólp- leiðslurnar ná liáskalega stutt út í fjöruna og leggur oft ramman þef til lands. Þeir sem fara um Skúlagötuna á vetri eða hausti geta átt á hættu að fá á sig úðann af saur- blöndnu sjávarlöðri, ef hann blæs skarpt á norðan. Sjálfsagt væri sæmilega auðvelt að framlengja klóökin svo að verulegu næmi, og væri það til bóta í bráð. Því fer þó víðs fjarri, að það sé endanleg lausn. Sá tími kenrur fyrr en varir, að við verðum að safna 'skólpinu í höfuðborginni til hreins- unar, áður en því er sleppt lausu í hafið. Það verður ómetanlegt tjón, ef það verður látið dragast að samræma skólpkerfi bæjar- ins þeim möguleika. Og það sem gildir hér í þessum efnum, gildir og um smærri bæi. Eitrun strandarinnar og vatnanna er alltof dýr, alltof hættuleg og alltof viðbjóðsleg til þess að verða liðin til lengdar af fólki, sem er einhvers megnugt. Á hverjum degi bætast við nýjar hættur. Austur við Ölfusá er að rísa upp dálítil borg uppi í landi. Öllu skólpi þessa bæjar er veitt í ána. Selfoss vex mjög ört, og þess verður ekki langt að bíða að laxinum í ánni muni súrna sjáldur í augum. Allt laxveiðisvæði ofan Ölfusár verður þá dauðadæmt, en áin eitruð og fúl til sjávarósa. í sveitum og smábæjum er hægt að leysa þetta vandamál með sæmilegu móti, með því að nota vel gerðar rotþrær meðan ekki fæst annað betra. Þetta er nú þegar gert á mörgum stöðum, en þeir þurfa að vera rniklu fleiri. Þessu þarf að koma í kring nú þegar. Það þarf að gerast áður en við spill- um vötnunum okkar, lækjunum og ánum. • Það er hin mesta nauðsyn, að þessi mál öll verði tekin til alvarlegrar meðferðar af heilbrigðisyfirvöldum um gjörvallt landið. Koma þarf upp eftirliti í sveitum um um- búnað og meðferð sorps og skólps. í bæjum og þorpum þarf að herða þetta eftirlit stór- lega og lagfæra vanrækslu. Með þeim tækj- um, sem við nú höfum, jarðgröfum og ýt- um, ætti að vera auðvelt að hreinsa um- hverfi bæja og þorpa einu sinni á ári, grafa og róta yfir óþrif og hreinsa fjörur. Bæjar- félög og sveitarfélög þurfa að taka skólp- kerfin, umbúnað þeirra og skipulag til nýrr- ar og alvarlegrar athugunar, og svo að kom- ið verði í veg fyrir eitrun og óþrif vegna ófullkominnar meðferðar og rangs umbún- aðar. Bæta þarf umgengni á víðavangi, þjóð- vegum og almenningsstöðum og auka og herða þau lög, sem um þau mál fjalla. Auð- sætt er, að engin vettlingatök duga gagnvart þeim mönnum, sem bregðast trúnaði þjóð- arinnar í umgengnisháttum. Við þurfum að halda íslandi hreinu. Ströndum þess, vötnum og ám. Enn öndum við að okkur hreinasta og ferskasta loftinu í Evrópu. Enn eigum við fegurstu árnar, tærustu lækina og bergt'ötnin. Enn eigum við frelsi óbyggðanna og víðáttunnar og ilman af lyngi og grasi heiða og hlíða. Landið okkar er dýrgripur, sem hver kyn- slóð fær til varðveizlu meðan líf hennar endist. Þar má engin kynslóð, enginn ein- staklingur bregðast.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.