Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 18
SVEITARST JÓRNARMÁL J(i IÍR ÁHALDAHtíSINU. HAKINN og skóflan eru smám saman að víkja til hliðar í áhaldahúsi sveitarfélaganna fyrir afkastameiri verkfærum. Stórvirkar vinnu- vélar streyma til landsins í stærri stíl en nokkru sinni áður. Margir kaupstaðir og kauptún hafa tekið í notkun nýjar vélar, sem í senn grafa skurði, lyfta jarðvegi á bíla, ýta og moka. Vinnu- vélarnar koma í stað vinnuaflsins, en skortur á jtví er nú eitt mesta vandamál í flestum bæjum og þorpum hringinn í kringum landið. Nýlega var kynnt í Reykjavík ný tegund vinnuvéla af þeirri gerð, sem nú þykir mest ný- lunda í. Vélar jjessar eru frá fvrirtækinu J. C. Bamford (Excavators) Ltd. í Bretlandi, sem eru stærsti framleiðandi heims í jressari gerð vinnu- véla. Þær eru smíðaðar í 3 stærðum, en hingað hafa komið 2 jieirra. Onnur kallast JCB-3 og hin JCB-4. Sú fyrrnefnda vegur 5 tonn og hefur 5 tonna brotkraft á skurðgröfuskúffu. Hin síðar- nefnda vegur um 7 tonn og hefur 10 tonna brotkraft á skurðgröfuskúffu. Með báðum Jress- um stærðum má fá margs konar áhöld til festing- ar á gröfuarm til ýmissa nota. Tækið er þó fyrst og fremst skurðgrafa. Og jtað er frábrugðið öðrum svipuðum áhöldum, að J)ví leyti að það er framleitt sem ein heild, en í hliðstæðum verkfærum eru aukatækin útbúin til áfestingar á dráttarvél, sem einnig er ætluð til annarra nota. Skurðgröfuskúffuna má fá í breiddum frá 12 tommum í 52 tonnnur. Skúffan á moksturstæk- inu getur tekið allt frá 481 lítra í 1146 lítra, ef mokað er léttu efni. A vélunum er rúmgott liús með vinnuljósum og rafmagnsjmrrkum á glugg- um. Minni vélin JCB-3 kostar kr. 428.000,00, en hin stærri JCB-4 kr. 515.000,00. Framangreindar upplýsingar voru veittar á vinnuvélasýningu. sent umboðið hér á landi, Glóbus h.f., gekkst fvrir. Forstöðumaður fyrir- tækisins, Árni Gestsson, liefur skýrt svo frá, að nokkur sveitarfélög liafi þegar fest kaup á þess- um tækjum, og séu þau í notkun hjá Reykja- víkurborg, á Akureyri, í Hafnarfirði, í Vest- mannaeyjum, í Njarðvíkum og í Miðneshreppi. Ljósmyndin var tekin á sýningunni og á að gefa til kynna, hvaða möguleikum tækið býr yfir. Armarnir geta lyft því frá jörðu með vökva- krafti og á j)að að hindra að j)að festist í blaut- unt jarðt egi eða mýri, og með vökvakrafti arm- anna er hægt að láta tækið flytja sig yfir skurði.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.