Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1963, Blaðsíða 21
SVEITARST JÓRNARMÁL 19 T ry^in^atíðmdí Samþykkt laganna um almannatryggingar. Frumvarp það til almannatryggingalaga, sem ríkisstjórnin lagði fram að lokinni lieildarendurskoðun núgildandi laga og gerð var grein fyrir í síðasta hefti, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í aprílmánuði síðastliðnum (lög nr. 40 30. apríl 1963). Gerði Alþingi nokkrar breytingar á írum- varpinu, og rná telja helztar breytingu á 12. gr. um hækkun lífeyris vegna frestunar á töku hans, breytingu á 17. gr. um mæðra- Alþingi 1961—1962 hafði tilsvarandi frumvarpi verið vísað til ríkisstjórnar- innar. IV. Þingsályktunartillögur, sem ekki urðu útræddar. 1. Tillaga Karls Guðjónssonar og Hanni- bals Valdimarssonar til þingsályktunar um ábyrgðartryggingar atvinnurekenda vegna slysa, er verða kunna á starfsfólki þeirra við vinnu. 2. Tillaga Guðlaugs Gíslasonar og Jóns Árnasonar til þingsályktunar um sjó- mannatryggingar. í tillögunni felst áskorun til ríkisstjórnarinnar að skipa þriggja manna nefnd sérfróðra manna til athugunar á möguleikum til sam- færslu núverandi sjómannatrygginga, lögboðinna og samningsbundinna. 3. Tillaga Gunnars Jóhannssonar og Eð- varðs Sigurðssonar til þingsályktunar um rannsókn á aðbúnaði verkafólks í ver- búðum og á vinnustöðum. laun til móður með eitt barn og breytingu á 21. gr. um uppbót á elli- og örorkulífeyri. Hér í ritinu verður væntanlega gerð ræki- legri grein fyrir hinum nýju lögum, áður en þau taka gildi um næstkomandi áramót. Daggjöld sjúkrahúsa liækka enn. Hinn 1. júlí s.l. liækkaði daggjald Land- spítalans og fæðingardeildar Landspítalans úr 180 i 210 krónur, og frá sama tíma hækk- uðu daggjöld Klepps, Vífilsstaða, Kristness og Kópavogshælis um 20 krónur. Ný lyfjaverðskrá. Heilbrigðismálaráðuneytið hefur gefið út Lyfjaverðskrá I og II, og tóku þær gildi 1. marz og 15. febrúar s.l. Ber sjúkrasam- lögum að taka þátt í lyfjakostnaði sam- lagsmanna sinna, svo sem skrárnar segja fyrir um. Læknasamningar. Tryggingastofnun ríkisins hefur nýlega staðfest samkomulag það, sem Læknafélag Reykjavíkur og Sjúkrasamlag Reykjavíkur gerðu með sér í aprílmánuði um framleng- ingu samningaaðilanna um læknisjDjónustu. Enn fremur hefur tryggingaráð heimilað staðfestingu sams konar samkomulags um framlengingu samnings L.R. og Trygginga- stofnunarinnar um sérfræðilæknishjálp, svo og samkomulags um framlengingu samn- ings Læknafélags Islands og Trygginga- stofnunarinnar um almenna læknishjálp í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum. Sam- ið er um 5,8% hækkun á greiðslum sam- laganna frá 1. apríl s.l. að telja. Gildistími er eitt ár, en endurskoða skal greiðslu- ákvæði hinn 1. október n.k. með tilliti til almennra kauplagsbreytinga, er þá hafa orðið. ☆

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.