Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 38
36 SVEITARST J ÓRNARMÁL tækniaðstoð við sveitarfélög í jDióunarlönd- unum og er hún framkvæmd í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. AljDjóðasam- bandið áformar að halda námskeið í sveit- arstjórn annað hvert ár og var hið fyrsta haldið s.l. sumar í Þýzkalandi. SVEITARSTJÓRNARÞING EVRÓPU. Sveitarstjórnarþing Evrópu er orðin föst stofnun og mun eítirleiðis koma saman annað hvert ár. Það er skipað eins og ráð- gjafarþing Evrópuráðsins. Eru í því 138 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum þess. En fulltrúar á sveitarstjórnarþinginu eru vald- ir úr hópi sveitarstjórnarmanna. ísland á þrjá fulltrúa á þinginu og heíur sú skipan komizt á, að utanríkisráðuneytið tilnefnir einn þeirra, Reykjavíkurborg annan og stjórn sambandsins liinn þriðja, en allir koma þeir þó fram á þinginu sem fulltrúar sambandsins. Evrópuráðið tekur þátt í ferðakostnaði fulltrúanna, en annars er kostnaðurinn greiddur af þeim aðila, sem tilnefnir fulltrúann. Þessir þrír fulltrúar hafa verið þeir Stefán Gunnlaugsson af hálfu utanríkisráðuneytisins, Gunnlaugur Pétursson af liálfu Reykjavíkurborgar og Jónas Guðmundsson af hálfu sambandsins. Á kjörtímabili stjórnarinnar hefur þingið komið saman tvívegis. Þriðji fundur sveit- arstjórnarþingsins var haldinn í Strassborg dagana 25.-28. janúar 1960, og sótti Stefán Gunnlaugsson einn þann fund. Síðari fund- urinn, sá 4. í röðinni, var lialdinn í Strass- borg dagana 21.—24. marz 1962 og sóttu hann tveir fulltrúar, þeir Stefán Gunnlaugs- son og Páll Líndal, en Jónas Guðmundsson gat hvorugan fundinn sótt vegna veikinda. Innan Sveitarstjórnarþingsins hefur ver- ið stofnsett fastanefnd til að starfa milli funda. Stjórnin tilnefndi formann sam- bandsins, Jónas Guðmundsson, til setu i þessari nefnd. Einnig hefur verið sett á laggirnar önnur fastanefnd, sem fjallar um svæðaskipulag í Evrópu, en heildarskipulag landsvæðis ryður sér nú mjög til rúms víða í Evrópu. Stjórnin tilnefndi Pál Líndal skrifstofu- stjóra borgarstjórans í Reykjavík til starfa í þessari skipulagsmálanefnd. SVEITARSTJÓRNARSAMBÖNDIN Á NORÐURLÖNDUM. Tengsl sambandsins við umheiminn eru eðlilega nánust við sveitarstjórnarsambönd- in á Norðurlöndum. Árlega berast stjórn- inni boð unt að eiga fulltrúa á ársþingum norrænu sambandanna, en slík boð er því miður aðeins unnt að þiggja rnjög sjaldan vegna þess, live kostnaðarsamar utanferðir eru. Vegna þess getur þátttaka íslands í þessum þætti norræns samstarfs ekki verið jafn mikil og er á milli hinna sambandanna innbyrðis, en þó liefur stjórnin reynt að halda uppi þessu samstarfi eftir því sem föng hafa verið á. Danmörk. í Danmörku starfa þrjú sveitarstjórnar- sambönd: Kaupstaðasambandið — Den danske K0bstadsforening — býður jafnan fulltrúum frá hinum Norðurlandasam- böndunum að sækja fundi sína. Stjórnin heíur á liðnu kjörtímabili ekki haft tök á að eiga þar fulltrúa. De Samvirkende Sogneraadsforeningar og sambandið Bymæssige Kommuner hafa einnig boðið sambandinu að taka þátt í þingum sínum, en af þátttöku heíur ekki heldur getað orðið á kjörtímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.