Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 39
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 37 Finnland. í Finnlandi eru tvö sveitarstjórnarsam- bönd. Finnska kaupstaðasambandið — Fin- lands Stadsförbund — hélt 17. landsþing sitt í Ábo dagana 1. og 2. september 1961 og án íslenzkra gesta. En þegar sambandið minntist 50 ára afmælis síns í Helsingfors hinn 1. október 1962, var Páll Líndal skrifstofustjóri borgarstjórans í Reykjavík, fulltrúi Sambands íslenzkra sveitarfélaga við afmælisfagnaðinn. Bar liann fram árn- aðaróskir héðan og tilkynnti, að Samband íslenzkra sveitarfélaga mundi síðar færa kaupstaðasambandinu útskorinn fundaham- ar að gjöf í tilefni þessara tímamóta. Finnska hreppsfélagasambandið, Suomen Maalaiskuntien Liitto (Finska Landkomm- unernas Förbund), minntist 40 ára afmælis síns hinn 1. febrúar 1961 og bauð þá til sín íulltrúum allra Norðurlandasambandanna, en við urðum að láta okkur nægja að senda al'mæliskveðjur. Noregur. í Noregi eru starfandi tvö sveitarstjórn- arsambönd: Kaupstaðasamband Noregs — Norges byforbund — og Hreppsfélaga- samband Noregs — Norges herredsforbund — en þau hafa með sér nána samvinnu og hai'a sameiginlegar skrifstofur í ný- legri stórbyggingu, sem samböndin eiga í Osló, sameiginlegan lramkvæmdastjóra og starfslið. Kaupstaðasambandið heldur landsþing á þriggja ára fresti og var hið seinasta lialdið í Bergen dagana 5.-7. maí 1960, og hið næsta verður haldið í Sandefjord dagana 28.—31. ágúst næstkomandi. Sambandinu hefur ávallt verið boðið að eiga fulltrúa á landsþingi þess. Hið fyrra landsþing í Berg- en sótti frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnarinnar í Reykjavík, en ekki hefur getað orðið af þátttöku í landsþinginu nú í ágúst. Hreppsfélagasamband Noregs hélt 6. landsþing sitt í Stavanger dagana 9. og 10. september 1960, en ekki varð því við komið að senda fulltrúa á þingið. Svíþjóð. Sveitarfélagasamböndin í Svíþjóð eru tvö og hafa bæði boðið sambandinu að eiga gesti á þingum sínum. Kaupstaðasamband Svíþjóðar — Svenska Stadsforbundet — hélt landsþing í Gauta- borg 22.-23. júní 1960 og í Malmö 5.-6. júní 1963, en ekki varð því við komið að eiga fulltrúa á þeim þingum. Hreppsfélagasambandið — Svenska lands- kommunernas Förbund — hélt landsþing í Stokkhólmi 12.—13. nóvember 1960 og var varaformaður sambandsins, Tómas Jónsson borgarlögmaður, fulltrúi sambandsins á þinginu. Af þessu yfirliti sést, að það er aðeins í örfáurn tilfellum sem stjórnin hefur séð sér fært að senda fulltrúa á ráðstefnur og þing sambandanna á Norðurlöndunum. Stjórn sambandsins er að sjálfsögðu ekki ánægð með að sambandið skuli ekki geta verið fullgildur aðili að því ágæta sam- starfi, sem Norðurlandasamböndin hafa með sér og sem er þeim til mikils gagns, enda eiga sveitarstjórnir í þessum skyldu frændríkjum við sömu vandamál að etja og við hér, en það á enn við um okkur sem segir í fornum orðskvið, að þó „kóngur vilji sigla, hlýtur byr að ráða.“ Norræn sveitarstjórnarnámskeið. Norræn sveitarstjórnarnámskeið eru lialdin árlega til skiptis á Norðurlöndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.