Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1963, Blaðsíða 41
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 39 á það áherzlu, að sveitarstjórnirnar stæðu fyrir framkvæmd hennar. Á árinu 1962 og 1963 var Evrópudagur haldinn miðvikudaginn 7. marz bæði árin, og leitaðist stjórn sambandsins við að verða við tilmælum Aljjjóðasambandsins um að hans yrði minnzt hér, eftir því sem aðstaða leyfði. Samstarf við Alþingi og ríkisstjórn Sívaxandi þáttur í starfsemi sambands- ins er margháttað samstarf milli þess og Alþingis og ríkisstjórnarinnar, en það er einkum í því fólgið, að ríkisstjórn og nefnd- ir Alþingis senda lagafrumvörp og þings- ályktanir sem fram koma á Alþingi, og sérstaklega snerta sveitarfélögin, sambands- stjórn til umsagnar, áður en þeim er til lykta ráðið á Alþingi. Á síðasta kjörtíma- bili hefur sambandsstjórn fengið til um- sagnar mörg slík mál og sum þeirra hina mikilvægustu lagabálka s. s. sveitarstjórnar- lögin, tekjustofnalögin, skipulagslög, lög um lögreglumenn og almannavarnir svo fá ein séu nefnd. Stjórn sambandsins lætur ávallt í té um- sögn um mál þau, sem henni eru send, og leitast einnig við að láta fulltrúaráðsfundi fjalla um þau, ef þess er nokkur kostur. Með þessum hætti er það tryggt, að sjónar- mið sveitarfélaganna fá að koma fram við afgreiðslu málanna og oft er það svo, að tillit hefur verið tekið til ábendinga og tillagna, sem komið liafa frá stjórn eða fulltrúaráði sambandsins. Verður að telja þetta heppilega leið til að tryggja sem bezta athugun jreirra mála, sem sveitarfélögin varðar, og lögð eru fyrir Alþingi. Þess ber ennfremur að geta hér, að í nefndir, sem starfað hafa að samningu ein- stakra lagabálka, s. s. sveitarstjórnarlaganna og tekjustofnalaganna, hafa verið valdir menn úr stjórn og fulltrúaráði sambands- ins og því þannig verið veitt tækifæri til að hafa bein áhrif á setningu mikilvægrar sveitarstjórnarlöggjafar. Rétt er að gera ráð fyrir því að þessi Jjróun haldi áfram og þessi þáttur starfsins vaxi fremur en minnki, en ])á er rétt að gera sér grein fyrir því, að þessi starísemi kemur til með að hafa aukin útgjöld í för með sér, því ekki er hægt að vænta þess að ýtarlegar greinargerðir um vandasöm málefni og annar fróðleikur, sem safna þarf í slíkar skýrslur, i'áist án þess að fyrir það sé sanngjarnlega greitt. SVEITARSTJÓRNARLÖGGJÖFIN Þegar seinasta landsþing var haldið, árið 1959, hafði verið skipuð nelnd til að endur- skoða sveitarstjórnarlöggjöfina. í þeirri nel'nd áttu sæti: Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Tóm- as Jónsson borgarlögmaður, varaformaður sambandsins, Bjarni Þórðarson bæjarstjóri í Neskaupstað, Björn Björnsson sýslumað- ur í Rangárvallasýslu og Jón Guðjónsson bæjarstjóri á ísafirði. Frumvarp neíndar þessarar um ný sveitarstjórnarlög var sam- þykkt á Alþingi 27. marz 1961 og komu lögin til framkvæmda 1. janúar 1962. Má segja að með samþykkt hinna nýju sveitar- stjórnarlaga hafi komizt í liöfn eitt af bar- áttumálum sambandsins en það gerði þegar á fyrsta þingi sínu ályktun um endurskoðun þessarar löggjafar, og sú hefur alla tíð ver- ið stefna sambandsins að ein heildarlöggjöf yrði sett um sveitarstjórnina í landinu og er að þeirri breytingu mikill fengur. Þá var og tekið upp í hin nýju sveitar- stjórnarlög í aðalatriðum lrumvarp það um bókhald og endurskoðun sveitarsjóðsreikn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.