Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Page 22
um hér á lantli. Langt er síðan í ljós kom, að slík
aðferð við gatnagerð gæti ekki gengið til fram-
búðar. Tækifæri til úrbóta kom fram í sambandi
við þéttbýlisframlag Vegasjóðs, en stór hluti
gatnakerfis þorpsins heyrir til þéttbýlisvega. Að
auki eyrnamarkaði hreppsnefndin hluta fasteigna
skatts til gatnagerðar. Hreppurinn lét gera
raunhæfa verkáætlun um varanlega gatnagerð,
lagði hana fram hjá Lánasjóði sveitarfélaga ásamt
fjármögnunaráætlun. Sérstök ástæða er til að
þakka drengilega framkomu Lánasjóðsmanna og
Vegagerðarinnar, en báðir hafa þessir aðilar veitt
máli þessu þann stuðning, sem beztan þeir áttu.
Samldiða gatnagerðinni er einnig gerð áætlun
unt að veita frárennsli þorpsins norður fyrir það,
eins langt frá fiskvinnslustöðvunum og unnt er.
Verkið hófst svo í septembermánuði s.l.
í ljós koniu þá ýmsir hlutir óvæntir, sem var:
1. Gömlu skolppípurnar voru meira og minna
brotnar, sennilega að langmestu leyti vegna
titrings frá umferð. Reyndist oft nauðsynlegt
að grafa iangt út fyrir áætlað verksvæði (allt
----------strengir RARIK
— • — strengir Landsímans
Kort af jarðstrengjum á götuhorni. Strengirnir voru EKKI á sömu
stöðum og uppdráttur sýnir.
að 90 m) til að komast að heillegri lögn,
gamalli.
2. Lagnir frá Rafmagnsveitum ríkisins og sím-
anum eru að nokkru í jörð. Ekki virðist hafa
verið nokkur samvinna með stofnunum þess-
um um, að lagnir þessar væru t. d. á sömu
stöðum yfir götur, og er sums staðar helzt
hægt að gizka á, að sumar hafi verið dregnar
út af púðurkerlingum, svo óreglulegar eru
þær (Sjá teikningu á síðunni). Hvergi hafa
stofnanir þessar skipt um efni undir lögn-
um sínum, en krefjast þess, að hreppurinn
geri það þeim að kostnaðarlausu. Síminn
hefur þó lagt til einn mann til þess að fylgj-
ast með graftarvinnunni, sennilega þó án
gjalds.
Með vísun til ofanritaðs virðist svo sem greind-
um ríkisstofnunum sé í sjálfsvald sett, á hvern
hátt þær haga lögnum sínum, og ætlast til, að
sveitarfélögin beri bótalaust efnisskiptakostnað
undir strengjum þeirra, auk þess sem öll vinna
við varanlega gatnagerð er margfalt dýrari þar,
sem strengir eru, en þar sem þeir eru ekki, vegna
þess m. a. að ómögulegt er að koma að stórum
vélum í verkin. í Grundarfirði er þetta sérstak-
lega hastarlegt, þar eð annars hefði verið liægt
að grafa viðstöðulaust í götunum, vegna þess að
vatns- og skolplagnir eru lítils virði. Það er raun-
verulega athugandi, að sveitarfélög, sem búa við
þau skilyrði, að strengir hafi verið settir í jörð,
án þess að efnisskipti liafi verið undir þeim, inn-
heimti leigu fyrir götustæðin af strengjastofnun-
um til að hafa upp í þann kostnað sinn, og er
það gert erlendis.
Ef frá eru taldar tafir vegna ofanritaðra vanda-
mála, hefur verkið gengið vel. í sjávarkambi og
fjöru rétt hjá þorpinu fannst afbragðs fyllingar-
efni, og eins fannst þar möl, sem hafði um 90%
viðloðun fyrir ohumalargerð og reyndist blönduð
sandi frá Rifi vera frábært steypuefni óhörpuð.
Næsta vor er ætlunin að hefjast handa og ljúka
við verkið með rennisteinum, kantsteinum, olíu-
möl á akbraut og gangstéttum. Ætlunin er, að
frágangur gatna verði svipaður og er á Flötunum
í Garðahreppi.
SVEITARSTJÓUNARMÁL