Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 29
Eftirlit í 17. greininni eru ítarlegar reglur um verk- stjórn og eftirlit. Hafi verktakinn ekki sjálfur yfirstjórn verksins með höndum, skal liann til- nefna einn mann sem „stjórnanda verksins“, og á hann að geta komið fram fyrir hans hönd og haldið öllum jtráðum í hendi sér. Sambærileg ákvæði eru um verkkaupann; hann tilnefnir „umsjónarmann“, sem kemur fram fyrir hönd hans, ef hann ætlar ekki að fylgjast sjálfur með verkinu. Aðeins umsjónarmaðurinn einn getur gefið úrskurð um ýmsa jrætti verksins. Þetta atr- iði er mjög mikilvægt. Oft hefnr t.d. viljað brenna við í sambandi við húsbyggingar, að eft- irlitsaðilar hafa verið allt of margir. Eigandinn sjálfur hefur komið á staðinn, arkitekt hússins hefnr kornið, verkfræðingarnir hafa kornið hver unt sig, og allir hafa jressir aðilar gefið verktak- anum eða verktökunum sín fyrirmæli. Verktak- inn hefur Jtví ekki fengið neina heildarsýn yfir Jtau fyrirmæli, sem hann hefur fengið, fyrirmæl- in stangast e.t.v. á, og allt getur jretta ruglað svo rnikið framkvæmd verksins, að allt fari úr böndunum. Báðir aðilar sitja e.t.v. eftir með sárt ennið og tapa á jæssu peningum. Verkgæði í 20. greininni eru settar fram almennt orð- aðar kröfur um gæði verksins: „verkið skal vera traust og áferðargott og öll vinna vel og faglega af hendi leyst“. Þetta orðalag kann að virðast fátæklegt, en hefur í sér fólginn kjarna þeirra atriða, sem máli skipta um verkgæði. í sörnu grein er kveðið á um, að „öll vinna, sem krefst fagjickkingar, skttli unnin af jrar til menntuð- um mönnum." Ábyrgð verktakans Um ábyrgð verktakans er fjallað í 22. grein. „Verktaki ber alla áhættu af því, ef verk eða efni til þess verður fyrir skennndum eða eyðileggst, unz hann hefur skilað Jtví af sér“. Þarna eru eng- in undantekningarákvæði um stórflóð, jarð- skjálfta, eldgos eða slíka hluti, verktakinn tekur á sig rnjög mikla áhættu. Verkkaupar geta að sjálfsögðu, eins og ég gat um í upphafi, sett um jietta aðrar reglur og tekið hluta af þessari á- hættu á sig, eins og oftast var venja áður, að því er náttúruhamfarirnar varðaði. Verkkaupa er hins vegar skylt að sjá um brunatryggingu á verk- inu sjálfu og efni á byggingarstað. Er jretta gert til að einfalda brunatryggingarnar, ef um marga verktaka er að ræða. Verkþáttur undanskilinn útboði Eigandinn getur sjálfur lagt til ákveðna Jrætti verksins, (21. gr.), og vil ég sérstaklega benda á jjetta atriði. Útboð verks jrarf ekki að Jtýða Jrað, að allir Jrættir þess séu boðnir út. Ekkert er Jrví til fyrirstöðu, að undanskilja ákveðna hluta Jtess, bæði sérstök verkefni og útvegun vissra efnisþátta. Eigandi getur ákveðið að leggja sjálf- ur til mölina eða grjótið í veginn, ef hann rekur t.d. sjálfur malar- eða grjótnám; hann getur lát- ið verktakann fá efnið, t.d. annað hvort mokað á bíl í námu eða ekið Jjví sjálfur á vinnustað. Sveit- arfélag getur sett ákvæði um, að þeirra eigin vél- ar séu notaðar að miklu eða litlu leyti, annað hvort lagðar verktakannm til eða gegn greiðslu fyrirfram ákveðinnar leigu o.s.frv. Frestir — Févíti Verktaki tekur á sig bótaábyrgð, ef hann lýk- ur ekki verkhlutum eða verki í heild innan þess skilafrests, sem um hefur verið samið. Ákvæði eru um þetta í 24. greininni, og réttur verkkaupa til bóta er alveg ótvíræður, alveg án tillits til Jress, hvort nokkur ákvæði hafa verið sett í útboðs- lýsingu eða verksanming unr févíti eða dagsektir. Séu dagsektarákvæði í samningnum, getur verk- kaupi ekki krafizt annarra skaðabóta en dagsekt- anna. Með dagsektarákvæðum er fyrirfram búið SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.