Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 8
HÆKKUN LÓÐARLEIGUGJALDA í mörgum þéttbýlissveitarfélögum eru leigu- gjöld af lóðurn fyrir íbúðarhús og atvinnurekstur mjög lág og hafa jafnvel verið óbreytt í krónu- tölu áratugum sarnan, þrátt fyrir margfaldar hækkanir verðlags og kaupgjalds. Stafar þetta af því, að hlutaðeigandi lóðarleigusamningar hafa verið óuppsegjanlegir, og í þeim hafa ekki verið ákvæði, sem berum orðum heimiluðu end- urskoðun leigugjalds skv. samningnum, þótt hann væri að öðru leyti óuppsegjanlegur á samningstímanum. Á jrað hefur reynt nokkrum sinnurn fyrir dómstólum, hvort sveitarstjórnum sem leigu- sölurn væri heimilt að hækka lóðarleigugjöld skv. óuppsegjanlegum leigusamningum, þar sem enginn fyrirvari var gerður í samningnum um slíka liækkun. Hæstiréttur hefur í a.m.k. 2 dórnum (Hrd. XXI1/293 frá 1951 og hrd. XXIX/346 frá 1958) viðurkennt rétt leigusala (sveitarstjórnar) til að fá endurskoðað ákvæði unr leigugjald (leigu- fjárhæð) í slíkum tilvikum. Taldi dómstóllinn ákvæði í óuppsegjanlegum leigusamningum um leigugjald ekki binda leigusala um ófyrirsjáan- legan tíma, þegar forsendur væru brostnar fyrir upphæð leigugjaldsins vegna almennra verð- hækkana og verðlagsbreytinga í þjóðfélaginu. Væri því rétt í slíkum tilvikum að beita með lögjöfnun ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 75/ 1917 og heimila leigusala (sveitarstjórn) í slík- um tilvikum að óska þess, að dómkvaddir mats- menn legðu mat á leigugjaldið, þegar a. m. k. tíu ár væru liðin, frá því að leigugjaldið var ákveðið. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á fram- angreindu og jafnframt, eins og kom fram á ráð- stefnu sambandsins um fjármál sveitarfélaga í nóvember s.l., að lóðarleigugjöld fyrir ibúðar- húsalóðir eru víðast orðin kr. 2,00-4,00 á hvern fermetra, þar sem miðað er við fasteignamat og 0,5%-2%, þar sem miðað er við fasteignamat lóða. Leigugjöld af atvinnurekstrarlóðum eru víðast livar allmiklu hærri, víða t. d. kr. 4,00— á ferm. og í sumum tilvikum allmiklu hærri, eins og við miklar verzlunargötur í miðbæjun- um og á hafnarsvæðum. Mjög er það misjafnt, hve lóðarleigur eru gild- ur tekjustofn í hinum ýmsu sveitarfélögum. Sum sveitarfélög liafa drjúgar tekjur og jafnvel all- miklar af lóðarleigum, önnur litlar eða engar. Sjálfsagt virðist, að sveitarstjórnir nýti Jrennan tekjustofn, lóðarleigugjöld, svipað og aðra tekju- stofna sína, ekki sízt með tilliti til Jress, hve land- og lóðarverð hefur hækkað mikið á und- anförnum árum. Magnús E. Guðjónsson. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.