Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 13
GUÐJÓN PETERSEN, forstöðumaður Almannavarna ríkisins: ER SVEITARFÉLAG ÞITT VIÐBÚIÐ VÁ? Almannavarnir spruttu upp úr kalda stríð- inu og þeirra ógn, sem mannkyninu stafaði af hinu geigvænlega vígbúnaðarkapphlaupi eftir- stríðsáranna. Stjórnmálamenn gerðu sér hvar- vetna grein fyrir mikilvægi viðbúnaðar, sem mið- ast að vernd borgaranna, ef liinum mikla vá- gesti, kjarnorkunni, yrði beitt í hernaði. I Bandaríkjunum, Sovjetríkjunum, og annars stað- ar í Evrópu mynduðust sterkar almannavarnir, og allt kapp var lagt á rannsóknir og viðbúnað gegn kjarnorkustyrjöld. Almannavarnir voru stofnaðar á íslandi síðla árs 1962 og voru, eins og í öðrum löndum, mið- aðar við ofangreint hlutverk. Lög unr almanna- varnir, sem sett voru 29. desember 1967, voru sniðin eftir fyrirnrynd lrliðstæðra laga á Norður- löndum, en staðfærð íslenzkum aðstæðunr. Grunnur laganna gerir ráð fyrir, að starfsemi almannavarna fari franr í sveitarfélögunr undir stjórn alnrannavarnanefnda, sem skipaðar eru af sveitarstjórnum. Skipan almannavarnanefnda Samkvæmt 8. grein laga um almannavarnir, eru almannavarnanefndir svei'tarfélaga skipaðar sem hér segir: í Reykjavík eiga sæti í nefndinni: borgar- stjóri, slökkviliðsstjóri, lögreglustjóri, borgar- læknir, borgarverkfræðingur og tveir rnenn, sem borgarráð velur. Annars staðar á landinu skulu nefndirnar skipaðar bæjarstjóra (oddvita), lögreglustjóra, héraðslækni, bæjarverkfræðingi eða byggingar- fulltrúa eftir ákvörðun sveitarstjórnar og slökkviliðsstjóra. Almannavarnir ríkisins, undir stjórn og ráð- gjöf almannavarnaráðs, fara hins vegar með heildarskipulagningu almannavarna á landinu öllu, samræmingu milli umdæma, framkvæmd- ir, sem undir ríkisvaldið falla, og umsjón með almannavörnum sveitarfélaga. Breytt viðhorf Því miður urðu almannavarnir í upphafi þrætuepli mismunandi stjórnmálaskoðana, í tengslum við stöðu landsins gagnvart og innan hernaðarbandalaga. Er hér um harla hættu- legt smáborgarasjónarmið að ræða, þegar til- lit er tekið til þess, að vernd íbúa landsins gegn vá ætti að vera hverjum stjórnmálamanni hjartans mál, hvaðan og hvernig sem hættan kernur og hvort senr landið telst innan lternaðar- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.