Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 16
ur, sprengingar, stórbrunar og vatnsveitubilanir. Ef litið er á þennan lista, kemur í ljós, að fæstir þessara þátta koma fyrir án þess að valda öðrum. Nægir að nefna þar sem dæmi, að eld- gosið í Vestmannaeyjum olli hraunflæði, hruni mannvirkja, brottflutningi, mengun af völdum eiturefna, rafmagnsbilun, sprengingum, stór- brunum og vatnsveitubilun. Varnir sveitarfélags Almannavarnir sveitarfélags eru ekki stofnun, sem annast beint björgunar- og hjálparstarf, heldur samræmir og stjórnar neyðarþjónustu á breiðum grundvelli, þegar hættu ber að hönd- um. Jafnframt eiga þær að hafa forgöngu um fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn vá. En hvernig er eðlilegast, að varnarkerfi sveit- arfélaga sé byggt upp? Ef gengið er út frá því vísu, að uppbygging almannavarna fari fram frá grunni í viðkom- andi sveitarfélagi, er eðlileg atburðarás sem hér segir: Gert verði alhliða starfs- og neyðarskipulag fyrir viðkomandi umdæmi, er miðist við ástand, afl og möguleika, að óbreyttum aðstæðum „sta- tus quo“. Starfsskipulagið skal flokka í fjóra mismunandi þætti: 1. Innri byggingu almannavarna, stjórnunar- mál, skyldur og ábyrgð aðila ásamt al- mennri lýsingu á framkvæmdamáta. 2. Fjarskipta- og sambandsmál, viðvaranir og neyðarupplýsingar til almennings. 3. Verkaskiptingu stofnana, fyrirtækja og fé- lagasamtaka, ef til neyðar kernur, þannig að umræddir aðilar falli rétt að heildar- mynstri neyðarþjónustu án árekstra og hættu á lömun einstakra þátta. 4. Upplýsingalista yfir mannafla, tæki, bún- að og áhöld í umdæminu, er nýtileg eru við alhliða björgunar- og hjálparstörf, ásamt skýringu á, hvernig það verður virkjað. Neyðarskipulagið fjallai' aftur á móti um viðbrögð á hættunnar stund. Það höfðar til áður- nefnds starfsskipulags og þeirra hættusviða, sem hugsanlega geta komið upp í umdæminu. Skipu- lagið er þannig mótað, að við tiltekið hættu- ástand er hægt að virkja á stuttum tíma sam- verkandi björgunar- og hjálparstarf með því að fylgja minnislista („check list“), sem er sérstak- lega gerður með tilliti til viðkomandi hættu- sviðs. í viðkomandi minnislista er aðgerðum raðað upp í forgangsröð og nákvæmlega sagt, hver gerir hvað, hvar og hvenær, ef hættu ber að höndum. Einnig er fléttað inn í listann upp- lýsingum til hagræðis, ábendingum til öryggis o. fl., er að gagni mega koma fyrir yfirvöld sveitar- félagsins. Að lokuni er svo minnst á aukaverk- anir, er viðkomandi áfall getur haft í umdæm- inu, og hugsanlega þarf að bregða rétt við. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt, að sveit- arfélag sé viðbúið að mæta áfalli án glundroða og með styrku varnarkerfi, miðað við eigin innri uppbyggingu. Að lokinni skipulagningu neyðarvarna, er eðlilegt framhald að kanna, hverjir eru veik- ustu hlekkir slíks skipulags, og út frá þeim má síðan byrja efnislega uppbyggingu með tilliti til fjárhags á hverjum tíma og með vakandi auga fyrir því, hvernig samræma megi styrkingu ein- stakra þátta eðlilegri uppbyggingu stofnana, sem sveitarfélagið rekur hvort eð er. Auk alhliða uppbyggingar á vörnum gegn vá er skylda almannavarnanefndanna að hafa yfirsýn yfir þær hættur, er hugsanlega gætu vald- ið neyð í viðkomandi umdæmi, og ýta á fyrir- byggjandi ráðstafanir til verndar. Sveitarfélögin og samtök þeirra Samkvæmt löguni urn almannavarnir er gert ráð fyrir, að framkvæmdir á almannavörnum séu í höndum sveitarfélaganna sjálfra. Hér vill því miður verða mikill misbrestur á, og má teljast furðulegt, að sveitarstjórnarmenn, sem ávallt vinna að bættara mannlífi innan sinna SVEITAUSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.